Kostar níu þúsund krónur að fylgjast með Anítu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 09:00 Aníta fagnar sigri á HM 17 ára og yngri í Úkraínu í fyrra. Nordicphotos/Getty Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira