Hreiðar Már og Sigurður fara fram á frávísun Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. janúar 2014 17:59 Fram kemur í ákæru að brot ákærðu séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð, staðið yfir í langan tíma og varði gríðarlega háar fjárhæðir. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, krefjast frávísunar í máli sérstaks saksóknara gegn sér vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Níu eru ákærðir í þessu máli og fóru sex þeirra fram á að málinu yrði vísað frá. Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun lykilstarfsmanna Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fram kemur í ákæru að brot ákærðu séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð, staðið yfir í langan tíma og varði gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu komu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og juku seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili voru sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku.Arngrímur Ísberg dómari spurði í Héraðsdómi í dag hvers vegna honum hefði ekki borist greinagerðir frá verjendum lykilsstjórnenda Kaupþings. Verjendurnir hafa haft sjö mánuði til að skila inn greinagerð frá því að ákæra sérstaks saksóknara var gefin en engin þeirra barst fyrir fyrirtöku í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sagði í samtali við Vísi verjendurnir væru augljóslega að reyna að tefja málið. Þeir sem ákærðir eru í málinu eru eftirfarandi: Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, Einar Pálmi Sigmundsson, Birnir Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guðmarsson, Magnús Guðmundsson, Bjarki H. Diego, og Björk Þórarinsdóttir. Allir kröfðust frávísunar að undanskildum þeim Einari Pálma, Pétur Kristni og Birni Sæ.Málflutningur um frávísunarkröfur verður þann 27. janúar næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, krefjast frávísunar í máli sérstaks saksóknara gegn sér vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Níu eru ákærðir í þessu máli og fóru sex þeirra fram á að málinu yrði vísað frá. Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun lykilstarfsmanna Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fram kemur í ákæru að brot ákærðu séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð, staðið yfir í langan tíma og varði gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu komu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og juku seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili voru sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku.Arngrímur Ísberg dómari spurði í Héraðsdómi í dag hvers vegna honum hefði ekki borist greinagerðir frá verjendum lykilsstjórnenda Kaupþings. Verjendurnir hafa haft sjö mánuði til að skila inn greinagerð frá því að ákæra sérstaks saksóknara var gefin en engin þeirra barst fyrir fyrirtöku í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sagði í samtali við Vísi verjendurnir væru augljóslega að reyna að tefja málið. Þeir sem ákærðir eru í málinu eru eftirfarandi: Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, Einar Pálmi Sigmundsson, Birnir Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guðmarsson, Magnús Guðmundsson, Bjarki H. Diego, og Björk Þórarinsdóttir. Allir kröfðust frávísunar að undanskildum þeim Einari Pálma, Pétur Kristni og Birni Sæ.Málflutningur um frávísunarkröfur verður þann 27. janúar næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira