Körfubolti

Kristófer Acox spilar ekki meira á tímabilinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kristófer Acox, körfuboltamaðurinn efnilegi, sem leikur með liði Furman University í bandaríska Háskólaboltanum, mun ekki vera meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Krstófer er að því er virðist ristarbrotinn og er líklegt að hann hafi spilað með brotið bein í fæti í nokkurn tíma.

Hann fer í aðgerð í næstu viku og mun ekki leika körfubolta næstu sex mánuðina, að hans eigin sögn.

Kristófer segir á Facebook-síðu sinni að hann sé ekki af baki dottinn, hann ætli sér að nýta tímann til þess að koma sterkari tilbaka.

Kristófer Acox er uppalinn KR-ingur og lék ansi stórt hlutverk með liðinu í fyrra. Hann er þekktur fyrir frábærar troðslur. Hann er sonur Terry Acox sem lék hér á landi sem atvinnumaður. Kristófer hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands og er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður landsins.

Myndbandið hér að ofan er frá vefsíðunni leikbrot.is

Kristófer Acox treður hér í körfuna. Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×