Handbolti

Bein útsending: Makedónía - Austurríki | Kemst Patrekur áfram?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Austurríkis.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Austurríkis. Mynd/NordicPhotos/Getty
Austurríki og Makedónía mætast í lokaumferð A-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku en í boði er sæti í milliriðli auk þess að það er afar líklegt að stigin úr þessum leik fylgi liðunum áfram í milliriðilinn.

Patrekur Jóhannesson þjálfar landslið Austurríkis og liðið er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Austurríki vann tíu marka sigur á Tékkum og tapaði síðan með fjórum mörkum á móti sterku dönsku liði.

Austurríki nægir því jafntefli til að komast áfram en með sigri er öruggt að strákarnir hans Patreks fara með tvö stig inn í milliriðilinn þar sem þeir mæta Íslandi og liðunum komast áfram úr B-riðlinum.

Það er hægt að fylgjast með þessum leik í beinni útsendingu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×