Lánin eru samt dýrari á Írlandi Haraldur Ólafsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun