Lánin eru samt dýrari á Írlandi Haraldur Ólafsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar