Lánin eru samt dýrari á Írlandi Haraldur Ólafsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun