Lánin eru samt dýrari á Írlandi Haraldur Ólafsson skrifar 24. desember 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið heyrst af loforðum um ódýrt lánsfé ef skipt verður um gjaldmiðil á Íslandi. Það er skiljanlegt, því núna er tiltölulega hagstætt að taka lán til fasteignakaupa, bæði miðað við sum nágrannalönd og eins miðað við það sem oft hefur áður verið hér á landi. Þann 8. desember sl. hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þó nokkur orð um meinta ódýra peninga á Írlandi í grein í Fréttablaðinu. Skoðum það nánar. Hjá Írlandsbanka eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 4,5% (sjá heimasíðu Bank of Ireland) og ársverðbólga á Írlandi er 0,3%. Hjá Íslandsbanka og Landsbankanum eru vextir á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 6,75% en ársverðbólga á Íslandi er 4,2%. Miðað við þessar tölur eru raunvextir 4,20% á Írlandi en 2,45% á Íslandi. Það er sem sagt mun dýrara að taka lán á Írlandi en á Íslandi þessa dagana. Það hefur ekki alltaf verið þannig og verður sjálfsagt ekki alltaf þannig, en þannig er það núna og þannig hefur það verið undanfarin ár. Hvernig kemur ofanritað heim og saman við greiðslubyrðarsúlurit sem fylgir grein Sigríðar Ingibjargar þar sem lántakandi á Íslandi þarf að greiða mun meira en lántakandi á Írlandi? Skýringin virðist vera sú að um jafngreiðslulán sé að ræða. Greiðslurnar eru fastar í krónum talið, en í verðbólgu á Íslandi rýrnar krónan jafnt og þétt. Miðað við 4% verðbólgu á Íslandi en 0% á Írlandi er raunverulegt verðmæti afborgunarinnar komið niður fyrir það sem er á Írlandi strax á 10. ári og næstu 15 árin verða afborganirnar sífellt hagstæðari fyrir skuldarann á Íslandi. Þegar upp er staðið er lánið í Írlandsbanka miklu dýrara en í íslensku bönkunum eins og endurspeglast í hjálögðu súluriti. Óviðeigandi málflutningur Það hefði verið heiðarlegt af höfundi að segja frá því. Í staðinn hefði mátt sleppa málsgreininni sem segir að með því að taka upp evru mætti lækka greiðslubyrði húsnæðislána varanlega um 30% sem er í besta falli mjög villandi og ósönn ef litið er til raungildis peninga. Lántakendur á Íslandi sem vilja lægri greiðslubyrði geta tekið verðtryggð lán sem bera líka lægri raunvexti en lán Írlandsbanka um þessar mundir. Í margbrotnu samfélagi er nauðsynlegt að sýna umburðarlyndi og það er blessunarlega löng hefð fyrir slíku þegar í hlut eiga söfnuðir sem boða sæluvist í himnaríki fyrir lítið meira en sæmilega hegðun. Á Íslandi er nú hávaðasamur söfnuður fólks sem býður sæluvist með þegnskyldu í verðandi stórríki gamalla nýlenduvelda sem sjaldan hafa þolað smáþjóðir. Í stað þess að gæta að því sem er satt og rétt í boðuninni falla safnaðarmenn sí og æ í þá freistni að lofa gulli og grænum skógum þótt ekkert slíkt sé í boði heldur aðeins meira að borga. Svoleiðis málflutningur er ekki viðeigandi, allra síst þegar í hlut eiga fulltrúar sem valdir eru til trúnaðarstarfa fyrir almenning.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar