Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2013 08:00 Táknmynd bráðnunar á Grænlandi eru ísjakarnir, en fleira kemur til. fréttablaðið/vilhelm Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira