Vatnsgeymir á stærð við Írland í jöklinum Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2013 08:00 Táknmynd bráðnunar á Grænlandi eru ísjakarnir, en fleira kemur til. fréttablaðið/vilhelm Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty Loftslagsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið vatnsgeymi undir Grænlandsjökli sem er á stærð við Írland. Enn hafa menn ekki hugmyndir um hvenær allt þetta vatn losnar úr jöklinum eða hvert það mun renna þegar þar að kemur. Magnið er þó slíkt að það mun hafa áhrif á hækkun sjávar þegar til framtíðar er litið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Geoscience. Þar er bent á að bráðnun Grænlandsjökuls hefur leikið stórt hlutverk í hækkun sjávarborðs á síðustu 100 árum. Á árabilinu 1992 til 2001 bráðnuðu 34 milljarðar tonna af ís, sem jókst í 215 milljarða tonna á ári á tímabilinu 2002 til 2011. Vorið 2011 boruðu vísindamennirnir djúpt í jökulinn og komust að því, sér til undrunar, að mikið af bráðnu vatni var í jöklinum þrátt fyrir að hitastigið væri fimmtán stiga frost. Þar sem árleg sumarbráðnun var ekki hafin varð vísindamönnunum ljóst að vatnið hafði ekki frosið í vetrarkuldunum. Gróft mat hópsins á því magni vatns sem um er að ræða kemur ekki síður á óvart. Geymirinn sjálfur er um 70.000 ferkílómetrar og heldur um 140 milljörðum tonna af vatni, en Grænland er 2,2 milljónir ferkílómetrar að stærð. Hvert allt þetta vatn fer er önnur spurning sem glímt er við; ef geymirinn er ekki tengdur neinni útrás frá jöklinum nú þegar er ljóst að um tank er að ræða sem á eftir að finna sér útleið. Ljóst er þó að um nýja uppgötvun er að ræða sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að meta áhrifin á hækkun sjávarborðs til framtíðar. Talið er að snjór sem fellur síðsumars á svæðinu virki í raun eins og einangrun. Snjómagnið kemur í veg fyrir að frostið á yfirborðinu nái niður í vatnsgeyminn, og þess vegna helst það í fljótandi formi út veturinn. Eins er því slegið fram sem tilgátu að hugsanlega sé jarðhiti þarna undir jöklinum sem veldur bráðnuninni. Í frétt BBC af málinu er tiltekin pæling Joels Harper, vísindamanns við háskólann í Montana, en hann veltir því upp að þetta nýfundna fyrirbæri gæti haft áhrif á hvernig Grænlandsísinn bregst við frekari hlýnun jarðar.Mynd/getty
Loftslagsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira