Krukkað í ónýtt kerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. desember 2013 00:00 Margir bundu talsverðar vonir við að þegar nýr samningur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) tók gildi árið 1995 myndi hann stuðla að aukinni samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði. Þá var innflutningsbann á landbúnaðarafurðum afnumið en stjórnvöld lögðu í staðinn ofurtolla á erlendar búvörur til að það borgaði sig ekki að flytja þær inn. Samningurinn skyldaði þau engu að síður til að leyfa innflutning á litlu magni búvara á lægri tollum, í fyrstu 3% af innanlandsneyzlu eins og hún var árin 1986-1988, og svo hækkaði hlutfallið í 5% á sex árum. Þetta er svokallaður tollkvóti, sem fyrirtæki sem vilja flytja inn búvörur þurfa að sækja um. Markmiðið með þessum ákvæðum WTO-samningsins var að stuðla að samkeppni og tryggja neytendum lægra vöruverð. Íslenzkir stjórnmálamenn hafa allar götur síðan samvizkusamlega reynt að koma í veg fyrir að markmiðið næðist. Fyrirkomulagið á úthlutun tollkvóta er neytendum fjandsamlegt, því að kvótinn fer til hæstbjóðanda og varan verður þeim mun dýrari. Auk þess er viðmiðið um 5% af innanlandsneyzlu orðið algjörlega út úr kú. Íslendingar borða nú tvöfalt meira af osti og þrefalt til fjórfalt meira af hvítu kjöti en fyrir 25 árum. Tollkvótarnir á þessum vörum samsvara þannig einu til þremur prósentum af innanlandsneyzlu. Það er nú öll erlenda samkeppnin. Loks er staðreynd að stórir innlendir framleiðendur kaupa upp stóran hluta tollkvótans og hafa enga hagsmuni af að bjóða hann á samkeppnishæfu verði – eða jafnvel selja hann yfirleitt. Mjólkursamsalan er einn stærsti innflytjandi osta og kjúklingabúin flytja inn kjúkling í tuga tonna vís, eins og nýlega komst í hámæli. Nú er pólitíkin enn að reyna að krukka í tollkvótakerfið. Breytingar sem gerðar voru á tollalögunum í fyrra, eftir að umboðsmaður Alþingis benti á að geðþóttavald ráðherra til að ákveða upphæð tolla bryti í bága við stjórnarskrá, klúðruðust þannig að tollurinn varð stundum hærri en WTO-samningurinn og samningar Íslands við Evrópusambandið kveða á um. Með nýju frumvarpi er reynt að lappa upp á flóknar og lítt skiljanlegar reiknireglur. Samtök verzlunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda, ásamt Samkeppniseftirlitinu, sendu atvinnuveganefnd þingsins umsagnir um frumvarpið og lögðu til að farið yrði í heildarendurskoðun á tollkvótafyrirkomulaginu. FA bendir meðal annars á hversu fráleitt það er að tollkvótarnir fylgi ekki breytingum á neyzlunni. Samkeppniseftirlitið hvetur til að horfið verði frá innflutningshömlum, til hagsbóta fyrir atvinnulíf og neytendur. Ef ekki, eigi að minnsta kosti að hætta að taka gjald fyrir tollkvótana og banna innlendum afurðastöðvum að sækjast eftir þeim. Á þetta var ekki hlustað frekar en fyrri daginn. Atvinnuveganefnd leggur einróma til að frumvarpið verði samþykkt og haldið áfram að setja plástra á handónýtt kerfi, sem augljóslega þjónar ekki upphaflegum markmiðum um samkeppni og hag neytenda. Það getur verið að neytendur eigi sér einhverja málsvara, en þeir hafa greinilega ekki verið kosnir á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Margir bundu talsverðar vonir við að þegar nýr samningur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) tók gildi árið 1995 myndi hann stuðla að aukinni samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði. Þá var innflutningsbann á landbúnaðarafurðum afnumið en stjórnvöld lögðu í staðinn ofurtolla á erlendar búvörur til að það borgaði sig ekki að flytja þær inn. Samningurinn skyldaði þau engu að síður til að leyfa innflutning á litlu magni búvara á lægri tollum, í fyrstu 3% af innanlandsneyzlu eins og hún var árin 1986-1988, og svo hækkaði hlutfallið í 5% á sex árum. Þetta er svokallaður tollkvóti, sem fyrirtæki sem vilja flytja inn búvörur þurfa að sækja um. Markmiðið með þessum ákvæðum WTO-samningsins var að stuðla að samkeppni og tryggja neytendum lægra vöruverð. Íslenzkir stjórnmálamenn hafa allar götur síðan samvizkusamlega reynt að koma í veg fyrir að markmiðið næðist. Fyrirkomulagið á úthlutun tollkvóta er neytendum fjandsamlegt, því að kvótinn fer til hæstbjóðanda og varan verður þeim mun dýrari. Auk þess er viðmiðið um 5% af innanlandsneyzlu orðið algjörlega út úr kú. Íslendingar borða nú tvöfalt meira af osti og þrefalt til fjórfalt meira af hvítu kjöti en fyrir 25 árum. Tollkvótarnir á þessum vörum samsvara þannig einu til þremur prósentum af innanlandsneyzlu. Það er nú öll erlenda samkeppnin. Loks er staðreynd að stórir innlendir framleiðendur kaupa upp stóran hluta tollkvótans og hafa enga hagsmuni af að bjóða hann á samkeppnishæfu verði – eða jafnvel selja hann yfirleitt. Mjólkursamsalan er einn stærsti innflytjandi osta og kjúklingabúin flytja inn kjúkling í tuga tonna vís, eins og nýlega komst í hámæli. Nú er pólitíkin enn að reyna að krukka í tollkvótakerfið. Breytingar sem gerðar voru á tollalögunum í fyrra, eftir að umboðsmaður Alþingis benti á að geðþóttavald ráðherra til að ákveða upphæð tolla bryti í bága við stjórnarskrá, klúðruðust þannig að tollurinn varð stundum hærri en WTO-samningurinn og samningar Íslands við Evrópusambandið kveða á um. Með nýju frumvarpi er reynt að lappa upp á flóknar og lítt skiljanlegar reiknireglur. Samtök verzlunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda, ásamt Samkeppniseftirlitinu, sendu atvinnuveganefnd þingsins umsagnir um frumvarpið og lögðu til að farið yrði í heildarendurskoðun á tollkvótafyrirkomulaginu. FA bendir meðal annars á hversu fráleitt það er að tollkvótarnir fylgi ekki breytingum á neyzlunni. Samkeppniseftirlitið hvetur til að horfið verði frá innflutningshömlum, til hagsbóta fyrir atvinnulíf og neytendur. Ef ekki, eigi að minnsta kosti að hætta að taka gjald fyrir tollkvótana og banna innlendum afurðastöðvum að sækjast eftir þeim. Á þetta var ekki hlustað frekar en fyrri daginn. Atvinnuveganefnd leggur einróma til að frumvarpið verði samþykkt og haldið áfram að setja plástra á handónýtt kerfi, sem augljóslega þjónar ekki upphaflegum markmiðum um samkeppni og hag neytenda. Það getur verið að neytendur eigi sér einhverja málsvara, en þeir hafa greinilega ekki verið kosnir á þing.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun