Birna: Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 08:30 Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttir í lok síðasta tímabils. Mynd/Daníel „Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Ég er farin að geta hjólað aðeins og gera léttar æfingar hérna heima,“ segir Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur. Birna datt á hnéð í leik meistara meistaranna milli Keflavíkur og Vals í byrjun október. Meiðslin reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. „Ég reif liðþófa og braut bein,“ segir Birna sem gekkst undir aðgerð af þeim sökum þann 29. nóvember. Liðþófinn var lagaður og beinflísar teknar úr hnénu. „Tvö göt voru boruð inni í hnénu til að smá skel kæmist yfir brjóskið,“ segir Birna sem notaði hækjur fyrstu dagana á eftir. Nú er hún hækjulaus og endurhæfingin hafin. Margir reiknuðu með því að Birna, sem verður 38 ára í janúar, myndi leggja skóna á hilluna í vor. Keflavík varð tvöfaldur meistari og Birna bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í deildarkeppninni. „Það kom nýr þjálfari og voru skemmtilegir tímar fram undan svo ég ákvað að taka eitt ár í viðbót,“ segir Birna. Hún viðurkennir að sér finnist afar erfitt að segja bara bless við íþrótt sína. „Þessi meiðsli voru samt ekki á planinu,“ segir Birna sem tók þátt í fyrsta deildarleik Keflavíkur þrátt fyrir meiðslin. Alvarleiki þeirra lá ekki ljós fyrir. Síðan hefur hún þurft að sitja á bekknum sem hún segir vera svakalega erfitt. „Maður á ekkert smá bágt með sig að geta ekki farið inn á og gert eitthvað,“ segir Birna. Hún mátti horfa upp á félaga sína tapa stórt í toppslagnum gegn Snæfelli um helgina. Fyrir vikið misstu Keflvíkingar toppsætið alfarið í hendur Hólmara.Fjölnir - Keflavík Dominosdeild kvenna í körfubolta kvennakarfa karfan vetur 2013„Ég veit ekki alveg hvar við vorum í þeim leik. Við mættum en samt ekki,“ segir Birna. Hver hafi verið í sínu horni og leikmenn gleymt því sem lögð var áhersla á í byrjun móts undir stjórn nýs þjálfara, Andy Johnston. „Maður hefur verið að hlaupa sömu kerfin í yfir tíu ár. Svo kemur hann inn með eitthvað allt annað,“ segir reynsluboltinn. Hún segir Johnston setja meiri kröfur á leikmennina. „Við komumst ekki upp með neitt kjaftæði. Ef þú spilar ekki vörnina almennilega, leggur þig fram, stígur út og tekur fráköst þá ertu sett á bekkinn,“ segir Birna. Hún viðurkennir að í fyrstu hafi verið erfitt að taka þeim aga en það hafi horfið fljótt. Hann sé þjálfarinn og honum beri að hlýða. Birna vonast til þess að vera kominn í slaginn sem fyrst til að hjálpa liðinu. Óvíst sé hvenær það verði. „Maður verður ekkert yngri. Þetta tekur allt smátíma að jafna sig,“ segir Birna létt. Hún vill ekkert gefa upp um hvort tímabilið í ár verði hennar síðasta. „Það er svo hallærislegt að gefa eitthvað út og svo standa ekki við það. Þegar ég hætti þá verð ég alveg hætt.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira