Mary Poppins í partýlandi Saga Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 06:00 Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi. Ég hressist svo endanlega þegar hressa fólkið birtist mér ljóslifandi í sjónvarpinu skælbrosandi, beislitað og hresst frá toppi til táar. Það sé stuð. Það er alls staðar stuð. Þetta er partýland. Og allir eru með skemmtiatriði. Nú stendur til að skera ríflega niður til Ríkisútvarpsins og yfirvofandi uppsagnir eru óhressandi staðreynd. Hressa fólkið getur þó prísað sig sælt yfir eigin hressleika því meira að segja þegar engir peningar virðast vera til má alltaf borga hressu fólk fyrir að vera hresst og gefa öðru hressu fólki milljónir og spjalla við það á hressu nótunum – löngu áður en tímabært er að vera hress, á sunnudögum. Það sem hins vegar gerir skemmtiatriði skemmtileg er það sama og bjargar jólunum frá því að vera mjög pirrandi - þau eru tilbrigði. Tilbrigði eru skemmtileg. Það sem er fágætt er dýrmætt og það óvanalega er aðlaðandi. Surtsey er dýrmæt af því að þar er enginn, Geirfinnur er spennandi því hann er týndur og Sinfóníuhljómsveit Íslands er meira ómissandi en Frostrósir þó færri mæti og enginn sé í pallíettudragt. Og í heimi hins gengdarlausa hressleika eru leiðindi jólin. Á laugardaginn hlaut Jórunn Sigurðardóttir íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi menningaumfjöllun á blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku. Við það tækifæri minnti hún á að almannaútvarp getur aldrei verið fyrirtæki heldur er það alltaf stofnun í samfélaginu. Ríkisútvarpið er í þeirri frábæru aðstöðu að þurfa ekki eingöngu að binda sig við auglýsingavæna stuðþætti sem sáldra fríkeypis bíómiðum á hressa hlustendur sína heldur hefur það dýrmætt svigrúm til að búa til vandaða alvarlega þætti sem fáir sjá og heyra. RÚV hefur með öðrum orðum leyfi og meira að segja skyldu til að vera óhresst. Því jafnvel þótt Mary Poppins mæli með matskeið af sykri með meðalinu er ég nokkuð viss um að engin heilbrigð barnfóstra eða læknir með einhverja vottaða háskólagráðu mæli með sykri í allt.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun