Úr stjórn RÚV Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun