Úr stjórn RÚV Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun