Hinir sílogandi netheimar Halldór Auðar Svansson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun