Elías Már Halldórsson var ekki með Haukum í Olís-deild karla síðastliðinn fimmtudag.
Hann var fjarverandi af persónulegum ástæðum og um leið fóru þær sögusagnir á kreik að leikmaðurinn væri á leiðinni frá Haukum.
„Við ræddum við Elías Má um helgina og þetta mál er alveg frágengið,“ segir Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka.
Elías var ekki með Haukum í Evrópuleiknum gegn Benfica í gær. Haukar töpuðu leiknum 34-22 og féllu því úr leik í 2. umferð EHF-bikarsins. Leikurinn í gær fór fram að Ásvöllum en liðið tapaði fyrri leiknum með fimmtán marka mun.
„Ástæðan fyrir fjarveru Elíasar var persónuleg hjá leikmanninum en við hjá félaginu höfum aðstoðað hann og hann er og verður áfram leikmaður Hauka.“
Elías Már er og verður leikmaður Hauka
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn