Auðnuleysi eða lykill að velferð Ingólfur Sverrisson skrifar 10. október 2013 06:00 Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun