Frestum ekki framtíðinni Árni Páll Árnason skrifar 4. október 2013 06:00 Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar