Gefurðu afslátt af öryggi barnsins þíns? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar