Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu með liðið. Fréttablaðið/Anton Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn. Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira