Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu með liðið. Fréttablaðið/Anton Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn. Dominos-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira