Röksemdirnar fyrir flugvelli í Vatnsmýri, standast þær einfalda skoðun? Bolli Héðinsson skrifar 12. september 2013 06:00 Þær hugmyndir sem settar eru fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur um byggð í Vatnsmýri eru málamiðlun sem gerir ráð fyrir áframhaldandi veru flugvallarins þar miklu lengur en kröfur eru um. Ef rýnt er í þau rök sem sett eru fram á heimasíðu aðila sem hvetja fólk til að skrifa undir áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri, kemur í ljós að forráðamenn undirskriftasöfnunarinnar fullyrða og setja fram eigin skoðanir sem þær væru staðreyndir sem mæla með áframhaldandi veru flugvallarins. Svo er aftur á móti ekki og er aðeins fátt eitt í röksemdafærslu þeirra sem stenst frekari skoðun. Ljóst er því að fjöldi þeirra sem þegar hafa skrifað undir áskorunina hefur skrifað undir á grunni hæpinna og jafnvel rangra staðhæfinga sem settar eru fram á heimasíðunni. Við skulum skoða þau rök sem haldið er fram, einstaka liði í þeirri röð sem þeir eru settir fram á vefsíðunni: 1. Vörur. Þessi ábending á væntanlega að fjalla um mikilvægi þess að halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna þeirra vöruflutninga sem þar fara fram. Hvort sem um er að ræða flutning á viðkvæmum vörum, matvælum eða varahlutum þá gildir einu hvort þeir flutningar eiga sér stað um Vatnsmýri eða Keflavíkurflugvöll. 2. Farþegar. Segir okkur nákvæmlega ekkert um hvort þeir sem um flugvöllinn fara væru ekki jafnsettir eða jafnvel betur settir með flugi til og frá Keflavík. Ekki er deilt um þægindi þess að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, fyrir þá sem eiga erindi í miðbæ Reykjavíkur. En fyrir þá sem þurfa að fljúga til Reykjavíkur til þess að komast í flug til útlanda eða fyrir þá sem eru að koma frá útlöndum með flugi og vilja halda áfram með flugi innanlands er beinlínis um óþægindi að ræða. Á meðan ekki liggur fyrir rannsókn á því hverjir farþegarnir eru sem flugvöllinn nota þá set ég fram eftirfarandi tilgátu:Hversu margir nota flugvöllinn að staðaldri? „Reykjavíkurflugvöllur þjónar fyrst og fremst tiltölulega fáum einstaklingum sem eru oft á ferðinni, t.d. sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og fáeinum athafnamönnum. Allur almenningur, hvort heldur í Reykjavík eða á áfangastöðunum sem flogið er til, kýs að fara akandi þótt auðvitað komi upp tilvik þegar farið er með flugi, en hjá hverjum einstaklingi eru tilvikin afar fá. Verulegur hluti farþega um Reykjavíkurflugvöll er innlendir og erlendir farþegar á leið til og frá útlöndum sem myndu kjósa að geta flogið beint til og frá áfangastað innanlands um Keflavíkurflugvöll.“ Betri vegir (og höfn) hafa undantekningalaust dregið úr innanlandsflugi. Hér nægir að nefna staði sem áður var flogið til, s.s. Stykkishólm, Patreksfjörð, Blönduós, Sauðárkrók, Húsavík, Norðfjörð, Hornafjörð og Vestmannaeyjar. Á þessa staði hefur áætlunarflug ýmist lagst af eða stórlega dregið úr því. Viðbúið er að þegar heilsársvegir yfir hálendið verða lagðir, eins og krafa er um á Alþingi, og lokið verður við aðrar fyrirséðar vegaframkvæmdir dragi enn frekar úr innanlandsflugi. Reynist þessi tilgáta mín rétt setur það umræðuna um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri í annað samhengi. Spurningin stendur þá um hvort réttlætanlegt sé að halda úti flugvelli sem þjónar fyrst og fremst fáum áhrifamiklum einstaklingum en hagsmunir þjóðarinnar, af því að fá að nýta landið til uppbyggingar höfuðborgar sinnar, eru til muna stærri. 3. Sagan sem rakin er á vefsíðunni um flugsögu Íslendinga sem hófst í Vatnsmýri hverfur ekki þó flugvöllurinn fari. 4. Varaflugvöllur. Undir þessum lið eru talin upp rökin fyrir því að halda Reykjavíkurflugvelli opnum sem varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll. Skemmst er um þennan lið að segja að Pawel Bartoszek hrakti þær röksemdir sem þar koma fram lið fyrir lið í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið þann 30. ágúst sl. 5. Þjónusta er liður sem fjallar um störfin sem unnin eru á flugvellinum. Hverjum manni má ljóst vera að störfin sem þar eru unnin leggjast ekki af heldur flytjast til. 6. Kennsla. Flugnám mun einfaldlega flytjast annað, t.d. gæti það orðið til að styrkja verulega flugakademíuna hjá Keili á Keflavíkurflugvelli.Störfin verða unnin annars staðar 7. Hagræn áhrif sýna okkur fram á hversu mikilvægt er að haldið sé úti flugrekstri til og frá landinu en gefur alls ekki á nokkurn hátt til kynna að það flug þurfi að fara um Vatnsmýri, heldur þvert á móti mikilvægi þess að allt flug, innanlands og utan fari fram um einn og sama flugvöllinn. 8. Ferðamenn. Þau hæpnu rök sem þar eru sett fram eru þau sömu og undir lið 2 og um þau gildir það sama um þær forsendur sem þar eru settar fram. Þannig gefa menn sér að erlendir ferðamenn muni hætta að fljúga innanlands. Þvert á móti er ástæða til að rannsaka hvort ekki megi vænta aukningar í flugi með ferðamenn innanlands sem geta þá farið beint til og frá Keflavík á endanlegan áfangastað. 9. Landhelgisgæslan. Það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál, óháð framtíð Reykjavíkurflugvallar, hvenær flugdeild Landhelgisgæslunnar flytur til Keflavíkurflugvallar eins og reglulega kemur fram krafa um á Alþingi. Ríkisendurskoðun hefur nýlega bent á að LHG ætti e.t.v. að vera sá aðili sem sæi um allt sjúkraflug hér á landi með flugflota í samræmi við það. 10. Höfuðborg. Flestar höfuðborgir í nágrannalöndum okkar eru með flugvelli í 30-60 mín. fjarlægð frá miðborginni. Þannig verður Reykjavík nákvæmlega jafn vel sett og flestar aðrar höfuðborgir þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. Tilvalið gæti verið að nota þetta tækifæri til að flytja ýmsa opinbera þjónustu sem fram fer í borginni til annarra þéttbýlisstaða sem hefur lengi verið talað um að gera en aldrei orðið af. Ekki hefur tekist að benda á nein sjúkrahús í veröldinni þar sem það þykir máli skipta að flugvöllur sé í næsta nágrenni. 11. Umhverfi. Röksemdirnar sem notaðar eru til að halda því fram hversu lítil mengun fylgir flugi eru röksemdir sem breytast ekki þótt flugið flytjist frá Reykjavík. 12. Sjúkraflug. Hér erum við komin að þeim lið sem hlýtur að teljast sá hæpnasti í framsetningu þeirra sem standa gegn flutningi vallarins. Hér hafa verið notuð afar ósmekkleg tilfinningarök sem eru til þess fallin að draga umræðuna niður á plan sem hún á ekki skilið. Viljandi horfa forráðamennirnir fram hjá því að mikilvægi þess að koma sjúklingi undir læknishendur hefst ekki á Akureyrarflugvelli og lýkur ekki á Reykjavíkurflugvelli. Mikilvægið nær til alls þess tíma frá því slysið (eða atburðurinn sem til flutninganna leiðir) á sér stað og þá kemur svo margt annað til greina en sjúkraflugið eitt til Reykjavíkur til að gera þann tíma sem stystan. Framfarir í þyrlusmíði eru miklar og hraðar og fyrirmyndir frá nágrannalöndunum leggja mesta áherslu á að koma sjúklingi beint frá slysstað á sjúkrahús án óþarfa viðkomu á flugvelli. Sambærileg útfærsla þessa fyrirkomulags hér á landi gæti bjargað mörgum mannslífum sem ekki bjargast í dag vegna núverandi fyrirkomulags á sjúkraflugi. Af öllu þessu má ráða að flugvallarsinnar hafa farið með himinskautum í röksemdafærslum sínum fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Svo virðist sem röksemdin sem þyngst er á metum sé röksemdin „það er svo miklu þægilegra“. Spurningin er því sú hvort menn vilja frekar hafa flugvöllinn þar sem hann er vegna ákveðinna þæginda og hvort þægindi þess takmarkaða hóps eigi að standa í vegi fyrir þeim þjóðarhagsmunum sem eru í húfi fyrir því að flugvöllurinn víki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þær hugmyndir sem settar eru fram í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur um byggð í Vatnsmýri eru málamiðlun sem gerir ráð fyrir áframhaldandi veru flugvallarins þar miklu lengur en kröfur eru um. Ef rýnt er í þau rök sem sett eru fram á heimasíðu aðila sem hvetja fólk til að skrifa undir áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri, kemur í ljós að forráðamenn undirskriftasöfnunarinnar fullyrða og setja fram eigin skoðanir sem þær væru staðreyndir sem mæla með áframhaldandi veru flugvallarins. Svo er aftur á móti ekki og er aðeins fátt eitt í röksemdafærslu þeirra sem stenst frekari skoðun. Ljóst er því að fjöldi þeirra sem þegar hafa skrifað undir áskorunina hefur skrifað undir á grunni hæpinna og jafnvel rangra staðhæfinga sem settar eru fram á heimasíðunni. Við skulum skoða þau rök sem haldið er fram, einstaka liði í þeirri röð sem þeir eru settir fram á vefsíðunni: 1. Vörur. Þessi ábending á væntanlega að fjalla um mikilvægi þess að halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna þeirra vöruflutninga sem þar fara fram. Hvort sem um er að ræða flutning á viðkvæmum vörum, matvælum eða varahlutum þá gildir einu hvort þeir flutningar eiga sér stað um Vatnsmýri eða Keflavíkurflugvöll. 2. Farþegar. Segir okkur nákvæmlega ekkert um hvort þeir sem um flugvöllinn fara væru ekki jafnsettir eða jafnvel betur settir með flugi til og frá Keflavík. Ekki er deilt um þægindi þess að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, fyrir þá sem eiga erindi í miðbæ Reykjavíkur. En fyrir þá sem þurfa að fljúga til Reykjavíkur til þess að komast í flug til útlanda eða fyrir þá sem eru að koma frá útlöndum með flugi og vilja halda áfram með flugi innanlands er beinlínis um óþægindi að ræða. Á meðan ekki liggur fyrir rannsókn á því hverjir farþegarnir eru sem flugvöllinn nota þá set ég fram eftirfarandi tilgátu:Hversu margir nota flugvöllinn að staðaldri? „Reykjavíkurflugvöllur þjónar fyrst og fremst tiltölulega fáum einstaklingum sem eru oft á ferðinni, t.d. sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og fáeinum athafnamönnum. Allur almenningur, hvort heldur í Reykjavík eða á áfangastöðunum sem flogið er til, kýs að fara akandi þótt auðvitað komi upp tilvik þegar farið er með flugi, en hjá hverjum einstaklingi eru tilvikin afar fá. Verulegur hluti farþega um Reykjavíkurflugvöll er innlendir og erlendir farþegar á leið til og frá útlöndum sem myndu kjósa að geta flogið beint til og frá áfangastað innanlands um Keflavíkurflugvöll.“ Betri vegir (og höfn) hafa undantekningalaust dregið úr innanlandsflugi. Hér nægir að nefna staði sem áður var flogið til, s.s. Stykkishólm, Patreksfjörð, Blönduós, Sauðárkrók, Húsavík, Norðfjörð, Hornafjörð og Vestmannaeyjar. Á þessa staði hefur áætlunarflug ýmist lagst af eða stórlega dregið úr því. Viðbúið er að þegar heilsársvegir yfir hálendið verða lagðir, eins og krafa er um á Alþingi, og lokið verður við aðrar fyrirséðar vegaframkvæmdir dragi enn frekar úr innanlandsflugi. Reynist þessi tilgáta mín rétt setur það umræðuna um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri í annað samhengi. Spurningin stendur þá um hvort réttlætanlegt sé að halda úti flugvelli sem þjónar fyrst og fremst fáum áhrifamiklum einstaklingum en hagsmunir þjóðarinnar, af því að fá að nýta landið til uppbyggingar höfuðborgar sinnar, eru til muna stærri. 3. Sagan sem rakin er á vefsíðunni um flugsögu Íslendinga sem hófst í Vatnsmýri hverfur ekki þó flugvöllurinn fari. 4. Varaflugvöllur. Undir þessum lið eru talin upp rökin fyrir því að halda Reykjavíkurflugvelli opnum sem varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll. Skemmst er um þennan lið að segja að Pawel Bartoszek hrakti þær röksemdir sem þar koma fram lið fyrir lið í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið þann 30. ágúst sl. 5. Þjónusta er liður sem fjallar um störfin sem unnin eru á flugvellinum. Hverjum manni má ljóst vera að störfin sem þar eru unnin leggjast ekki af heldur flytjast til. 6. Kennsla. Flugnám mun einfaldlega flytjast annað, t.d. gæti það orðið til að styrkja verulega flugakademíuna hjá Keili á Keflavíkurflugvelli.Störfin verða unnin annars staðar 7. Hagræn áhrif sýna okkur fram á hversu mikilvægt er að haldið sé úti flugrekstri til og frá landinu en gefur alls ekki á nokkurn hátt til kynna að það flug þurfi að fara um Vatnsmýri, heldur þvert á móti mikilvægi þess að allt flug, innanlands og utan fari fram um einn og sama flugvöllinn. 8. Ferðamenn. Þau hæpnu rök sem þar eru sett fram eru þau sömu og undir lið 2 og um þau gildir það sama um þær forsendur sem þar eru settar fram. Þannig gefa menn sér að erlendir ferðamenn muni hætta að fljúga innanlands. Þvert á móti er ástæða til að rannsaka hvort ekki megi vænta aukningar í flugi með ferðamenn innanlands sem geta þá farið beint til og frá Keflavík á endanlegan áfangastað. 9. Landhelgisgæslan. Það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál, óháð framtíð Reykjavíkurflugvallar, hvenær flugdeild Landhelgisgæslunnar flytur til Keflavíkurflugvallar eins og reglulega kemur fram krafa um á Alþingi. Ríkisendurskoðun hefur nýlega bent á að LHG ætti e.t.v. að vera sá aðili sem sæi um allt sjúkraflug hér á landi með flugflota í samræmi við það. 10. Höfuðborg. Flestar höfuðborgir í nágrannalöndum okkar eru með flugvelli í 30-60 mín. fjarlægð frá miðborginni. Þannig verður Reykjavík nákvæmlega jafn vel sett og flestar aðrar höfuðborgir þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við. Tilvalið gæti verið að nota þetta tækifæri til að flytja ýmsa opinbera þjónustu sem fram fer í borginni til annarra þéttbýlisstaða sem hefur lengi verið talað um að gera en aldrei orðið af. Ekki hefur tekist að benda á nein sjúkrahús í veröldinni þar sem það þykir máli skipta að flugvöllur sé í næsta nágrenni. 11. Umhverfi. Röksemdirnar sem notaðar eru til að halda því fram hversu lítil mengun fylgir flugi eru röksemdir sem breytast ekki þótt flugið flytjist frá Reykjavík. 12. Sjúkraflug. Hér erum við komin að þeim lið sem hlýtur að teljast sá hæpnasti í framsetningu þeirra sem standa gegn flutningi vallarins. Hér hafa verið notuð afar ósmekkleg tilfinningarök sem eru til þess fallin að draga umræðuna niður á plan sem hún á ekki skilið. Viljandi horfa forráðamennirnir fram hjá því að mikilvægi þess að koma sjúklingi undir læknishendur hefst ekki á Akureyrarflugvelli og lýkur ekki á Reykjavíkurflugvelli. Mikilvægið nær til alls þess tíma frá því slysið (eða atburðurinn sem til flutninganna leiðir) á sér stað og þá kemur svo margt annað til greina en sjúkraflugið eitt til Reykjavíkur til að gera þann tíma sem stystan. Framfarir í þyrlusmíði eru miklar og hraðar og fyrirmyndir frá nágrannalöndunum leggja mesta áherslu á að koma sjúklingi beint frá slysstað á sjúkrahús án óþarfa viðkomu á flugvelli. Sambærileg útfærsla þessa fyrirkomulags hér á landi gæti bjargað mörgum mannslífum sem ekki bjargast í dag vegna núverandi fyrirkomulags á sjúkraflugi. Af öllu þessu má ráða að flugvallarsinnar hafa farið með himinskautum í röksemdafærslum sínum fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Svo virðist sem röksemdin sem þyngst er á metum sé röksemdin „það er svo miklu þægilegra“. Spurningin er því sú hvort menn vilja frekar hafa flugvöllinn þar sem hann er vegna ákveðinna þæginda og hvort þægindi þess takmarkaða hóps eigi að standa í vegi fyrir þeim þjóðarhagsmunum sem eru í húfi fyrir því að flugvöllurinn víki.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar