Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 6. september 2013 06:00 Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Sjá meira
Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun