Happahálsmennið alltaf með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2013 06:45 Stúdentarósin á sínum stað Ásdís Hjálmsdóttir sést hér í keppni hér heima og happahálsmennið hennar er á sínum stað. Hún hefur leik nú upp út sjö. Fréttablaðið/Stefán Eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu hefur keppni í dag en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið fastagestur á stórmótum síðustu ár og vonast nú til þess að endurtaka leikinn frá því í Ólympíuleikunum í London þar sem hún fór alla leið í úrslitin. Þetta hefur verið ár breytinga hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í vetur en Írinn Terry McHugh tók við af Stefáni Jóhannssyni auk þess sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar hana hér á landi.Er alveg sultuslök „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá mér í sumar. Ég vissi það alveg fyrir fram. Það voru miklar breytingar hjá mér í vetur og ég vissi að þetta yrði millibilsár og að þetta gæti farið á hvorn vegin sem er. Ég er alveg sultuslök yfir því,“ segir Ásdís. Hún fór í úrslit á EM í Barcelona 2010 og svo á Ólympíuleikunum í London 2012. Besti árangur hennar á HM er síðan 13. sætið á HM í Daegu 2011. „Ég gæti náð þrennunni. Ég er búin að fara í úrslit á EM og Ólympíuleikum en á HM eftir. Auðvitað stefni ég á það að fara í úrslit því annað væri metnaðarleysi eftir síðasta ár,“ segir Ásdís en hún setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á síðustu Ólympíuleikum. Það er ennþá hennar besta kast. „Ég er í fínu formi en þetta er bara svo svakalega mikil tæknigrein að maður þarf að hafa smá heppni með sér líka. Það eru bara þrjú köst og það má lítið útaf bregða. Vonandi verður bara smá heppni með mér. Ég er í fínu formi til að kasta langt og ég ætla að fara inn á leikvanginn og njóta þess að vera þarna og hafa ógeðslega gaman af þessu,“ segir Ásdís sem er orðin mikil reynslubolti þegar kemur að stórmótum enda á sínu áttunda stórmóti á ferlinum. „Ég er búin að fara á öll stórmót síðan 2006 nema á HM 2007 þegar ég var meidd og það voru tvö stórmót í fyrra.Það er ekkert sem er að koma manni á óvart lengur. Ég er komin með svaka reynslu af því að keppa á svona mótum og það er ekkert í umhverfinu að trufla mig lengur,“ segir Ásdís og bætir við: „Það getur tekið tíma fyrir fólk að læra að láta þetta umhverfi hjálpa sér og upplifa það ekki sem pressu heldur jákvæða hvatningu. Ég geri það alveg klárlega og það verður gaman að sjá hvort ég geti nýtt mér það til að kasta langt á föstudaginn og svo vonandi ennþá lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís í léttum tón. Ásdís segist ekki vera hjátrúarfull þegar kemur að keppni á mótum. „Það eina sem ég er með er að ég keppi alltaf með happahálsmenið mitt,“ segir Ásdís en hún bætti öðru hálsmenni í aðdraganda leikana í London með góðum árangri.Alltaf með Stúdentarósina „Það var alltaf eitt hálsmenn. Ég setti fyrsta Íslandsmetið mitt í fullorðinsflokki á útskriftadaginn minn þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Ég fékk Stúdentarósina frá fjölskyldu minni í útskriftargjöf og hef alltaf keppt með hana síðan. Fyrir Ólympíuleikana í fyrra þá fékk ég að gjöf Rúna-hálsmennið frá Álrún með tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís sem var þá búin að vera næsta inn í úrslit á tveimur stórmótum í röð. „Ég var búin að enda í þrettánda sæti á bæði HM og EM og ef ég hefði lent í þrettánda sæti á Ólympíuleikunum hefði það örugglega verið einhverskonar heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta það gerast og þurfti því á öllum þeim styrk að halda sem ég gat fengið. Ég gekk með þetta hálsmenn í mánuð fyrir leikana,“ segir Ásdís. „Þú getur verið í líkamlega fullkomnu formi en það er rosalega auðvelt að láta hausinn skemma fyrir sér. Einbeitingin síðustu dagana fer í það að reyna að koma hausnum á réttan stað,“ segir Ásdís. „Ég er búin að breytast alveg gífurlega mikið frá því á fyrsta stórmótinu 2006. Á þeim tíma er ég búin að læra rosalega mikið inn á sjálfan mig, sportið og allt saman sem fylgir því að keppa á svona mótum. Þetta er búið að gefa manni alveg hrikalega mikið og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís klár í slaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu hefur keppni í dag en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið fastagestur á stórmótum síðustu ár og vonast nú til þess að endurtaka leikinn frá því í Ólympíuleikunum í London þar sem hún fór alla leið í úrslitin. Þetta hefur verið ár breytinga hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í vetur en Írinn Terry McHugh tók við af Stefáni Jóhannssyni auk þess sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar hana hér á landi.Er alveg sultuslök „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá mér í sumar. Ég vissi það alveg fyrir fram. Það voru miklar breytingar hjá mér í vetur og ég vissi að þetta yrði millibilsár og að þetta gæti farið á hvorn vegin sem er. Ég er alveg sultuslök yfir því,“ segir Ásdís. Hún fór í úrslit á EM í Barcelona 2010 og svo á Ólympíuleikunum í London 2012. Besti árangur hennar á HM er síðan 13. sætið á HM í Daegu 2011. „Ég gæti náð þrennunni. Ég er búin að fara í úrslit á EM og Ólympíuleikum en á HM eftir. Auðvitað stefni ég á það að fara í úrslit því annað væri metnaðarleysi eftir síðasta ár,“ segir Ásdís en hún setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á síðustu Ólympíuleikum. Það er ennþá hennar besta kast. „Ég er í fínu formi en þetta er bara svo svakalega mikil tæknigrein að maður þarf að hafa smá heppni með sér líka. Það eru bara þrjú köst og það má lítið útaf bregða. Vonandi verður bara smá heppni með mér. Ég er í fínu formi til að kasta langt og ég ætla að fara inn á leikvanginn og njóta þess að vera þarna og hafa ógeðslega gaman af þessu,“ segir Ásdís sem er orðin mikil reynslubolti þegar kemur að stórmótum enda á sínu áttunda stórmóti á ferlinum. „Ég er búin að fara á öll stórmót síðan 2006 nema á HM 2007 þegar ég var meidd og það voru tvö stórmót í fyrra.Það er ekkert sem er að koma manni á óvart lengur. Ég er komin með svaka reynslu af því að keppa á svona mótum og það er ekkert í umhverfinu að trufla mig lengur,“ segir Ásdís og bætir við: „Það getur tekið tíma fyrir fólk að læra að láta þetta umhverfi hjálpa sér og upplifa það ekki sem pressu heldur jákvæða hvatningu. Ég geri það alveg klárlega og það verður gaman að sjá hvort ég geti nýtt mér það til að kasta langt á föstudaginn og svo vonandi ennþá lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís í léttum tón. Ásdís segist ekki vera hjátrúarfull þegar kemur að keppni á mótum. „Það eina sem ég er með er að ég keppi alltaf með happahálsmenið mitt,“ segir Ásdís en hún bætti öðru hálsmenni í aðdraganda leikana í London með góðum árangri.Alltaf með Stúdentarósina „Það var alltaf eitt hálsmenn. Ég setti fyrsta Íslandsmetið mitt í fullorðinsflokki á útskriftadaginn minn þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Ég fékk Stúdentarósina frá fjölskyldu minni í útskriftargjöf og hef alltaf keppt með hana síðan. Fyrir Ólympíuleikana í fyrra þá fékk ég að gjöf Rúna-hálsmennið frá Álrún með tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís sem var þá búin að vera næsta inn í úrslit á tveimur stórmótum í röð. „Ég var búin að enda í þrettánda sæti á bæði HM og EM og ef ég hefði lent í þrettánda sæti á Ólympíuleikunum hefði það örugglega verið einhverskonar heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta það gerast og þurfti því á öllum þeim styrk að halda sem ég gat fengið. Ég gekk með þetta hálsmenn í mánuð fyrir leikana,“ segir Ásdís. „Þú getur verið í líkamlega fullkomnu formi en það er rosalega auðvelt að láta hausinn skemma fyrir sér. Einbeitingin síðustu dagana fer í það að reyna að koma hausnum á réttan stað,“ segir Ásdís. „Ég er búin að breytast alveg gífurlega mikið frá því á fyrsta stórmótinu 2006. Á þeim tíma er ég búin að læra rosalega mikið inn á sjálfan mig, sportið og allt saman sem fylgir því að keppa á svona mótum. Þetta er búið að gefa manni alveg hrikalega mikið og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís klár í slaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira