Happahálsmennið alltaf með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2013 06:45 Stúdentarósin á sínum stað Ásdís Hjálmsdóttir sést hér í keppni hér heima og happahálsmennið hennar er á sínum stað. Hún hefur leik nú upp út sjö. Fréttablaðið/Stefán Eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu hefur keppni í dag en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið fastagestur á stórmótum síðustu ár og vonast nú til þess að endurtaka leikinn frá því í Ólympíuleikunum í London þar sem hún fór alla leið í úrslitin. Þetta hefur verið ár breytinga hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í vetur en Írinn Terry McHugh tók við af Stefáni Jóhannssyni auk þess sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar hana hér á landi.Er alveg sultuslök „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá mér í sumar. Ég vissi það alveg fyrir fram. Það voru miklar breytingar hjá mér í vetur og ég vissi að þetta yrði millibilsár og að þetta gæti farið á hvorn vegin sem er. Ég er alveg sultuslök yfir því,“ segir Ásdís. Hún fór í úrslit á EM í Barcelona 2010 og svo á Ólympíuleikunum í London 2012. Besti árangur hennar á HM er síðan 13. sætið á HM í Daegu 2011. „Ég gæti náð þrennunni. Ég er búin að fara í úrslit á EM og Ólympíuleikum en á HM eftir. Auðvitað stefni ég á það að fara í úrslit því annað væri metnaðarleysi eftir síðasta ár,“ segir Ásdís en hún setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á síðustu Ólympíuleikum. Það er ennþá hennar besta kast. „Ég er í fínu formi en þetta er bara svo svakalega mikil tæknigrein að maður þarf að hafa smá heppni með sér líka. Það eru bara þrjú köst og það má lítið útaf bregða. Vonandi verður bara smá heppni með mér. Ég er í fínu formi til að kasta langt og ég ætla að fara inn á leikvanginn og njóta þess að vera þarna og hafa ógeðslega gaman af þessu,“ segir Ásdís sem er orðin mikil reynslubolti þegar kemur að stórmótum enda á sínu áttunda stórmóti á ferlinum. „Ég er búin að fara á öll stórmót síðan 2006 nema á HM 2007 þegar ég var meidd og það voru tvö stórmót í fyrra.Það er ekkert sem er að koma manni á óvart lengur. Ég er komin með svaka reynslu af því að keppa á svona mótum og það er ekkert í umhverfinu að trufla mig lengur,“ segir Ásdís og bætir við: „Það getur tekið tíma fyrir fólk að læra að láta þetta umhverfi hjálpa sér og upplifa það ekki sem pressu heldur jákvæða hvatningu. Ég geri það alveg klárlega og það verður gaman að sjá hvort ég geti nýtt mér það til að kasta langt á föstudaginn og svo vonandi ennþá lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís í léttum tón. Ásdís segist ekki vera hjátrúarfull þegar kemur að keppni á mótum. „Það eina sem ég er með er að ég keppi alltaf með happahálsmenið mitt,“ segir Ásdís en hún bætti öðru hálsmenni í aðdraganda leikana í London með góðum árangri.Alltaf með Stúdentarósina „Það var alltaf eitt hálsmenn. Ég setti fyrsta Íslandsmetið mitt í fullorðinsflokki á útskriftadaginn minn þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Ég fékk Stúdentarósina frá fjölskyldu minni í útskriftargjöf og hef alltaf keppt með hana síðan. Fyrir Ólympíuleikana í fyrra þá fékk ég að gjöf Rúna-hálsmennið frá Álrún með tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís sem var þá búin að vera næsta inn í úrslit á tveimur stórmótum í röð. „Ég var búin að enda í þrettánda sæti á bæði HM og EM og ef ég hefði lent í þrettánda sæti á Ólympíuleikunum hefði það örugglega verið einhverskonar heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta það gerast og þurfti því á öllum þeim styrk að halda sem ég gat fengið. Ég gekk með þetta hálsmenn í mánuð fyrir leikana,“ segir Ásdís. „Þú getur verið í líkamlega fullkomnu formi en það er rosalega auðvelt að láta hausinn skemma fyrir sér. Einbeitingin síðustu dagana fer í það að reyna að koma hausnum á réttan stað,“ segir Ásdís. „Ég er búin að breytast alveg gífurlega mikið frá því á fyrsta stórmótinu 2006. Á þeim tíma er ég búin að læra rosalega mikið inn á sjálfan mig, sportið og allt saman sem fylgir því að keppa á svona mótum. Þetta er búið að gefa manni alveg hrikalega mikið og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís klár í slaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Eini íslenski keppandinn á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu hefur keppni í dag en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið fastagestur á stórmótum síðustu ár og vonast nú til þess að endurtaka leikinn frá því í Ólympíuleikunum í London þar sem hún fór alla leið í úrslitin. Þetta hefur verið ár breytinga hjá Ásdísi sem skipti um þjálfara í vetur en Írinn Terry McHugh tók við af Stefáni Jóhannssyni auk þess sem Einar Vilhjálmsson aðstoðar hana hér á landi.Er alveg sultuslök „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá mér í sumar. Ég vissi það alveg fyrir fram. Það voru miklar breytingar hjá mér í vetur og ég vissi að þetta yrði millibilsár og að þetta gæti farið á hvorn vegin sem er. Ég er alveg sultuslök yfir því,“ segir Ásdís. Hún fór í úrslit á EM í Barcelona 2010 og svo á Ólympíuleikunum í London 2012. Besti árangur hennar á HM er síðan 13. sætið á HM í Daegu 2011. „Ég gæti náð þrennunni. Ég er búin að fara í úrslit á EM og Ólympíuleikum en á HM eftir. Auðvitað stefni ég á það að fara í úrslit því annað væri metnaðarleysi eftir síðasta ár,“ segir Ásdís en hún setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á síðustu Ólympíuleikum. Það er ennþá hennar besta kast. „Ég er í fínu formi en þetta er bara svo svakalega mikil tæknigrein að maður þarf að hafa smá heppni með sér líka. Það eru bara þrjú köst og það má lítið útaf bregða. Vonandi verður bara smá heppni með mér. Ég er í fínu formi til að kasta langt og ég ætla að fara inn á leikvanginn og njóta þess að vera þarna og hafa ógeðslega gaman af þessu,“ segir Ásdís sem er orðin mikil reynslubolti þegar kemur að stórmótum enda á sínu áttunda stórmóti á ferlinum. „Ég er búin að fara á öll stórmót síðan 2006 nema á HM 2007 þegar ég var meidd og það voru tvö stórmót í fyrra.Það er ekkert sem er að koma manni á óvart lengur. Ég er komin með svaka reynslu af því að keppa á svona mótum og það er ekkert í umhverfinu að trufla mig lengur,“ segir Ásdís og bætir við: „Það getur tekið tíma fyrir fólk að læra að láta þetta umhverfi hjálpa sér og upplifa það ekki sem pressu heldur jákvæða hvatningu. Ég geri það alveg klárlega og það verður gaman að sjá hvort ég geti nýtt mér það til að kasta langt á föstudaginn og svo vonandi ennþá lengra á sunnudaginn,“ segir Ásdís í léttum tón. Ásdís segist ekki vera hjátrúarfull þegar kemur að keppni á mótum. „Það eina sem ég er með er að ég keppi alltaf með happahálsmenið mitt,“ segir Ásdís en hún bætti öðru hálsmenni í aðdraganda leikana í London með góðum árangri.Alltaf með Stúdentarósina „Það var alltaf eitt hálsmenn. Ég setti fyrsta Íslandsmetið mitt í fullorðinsflokki á útskriftadaginn minn þegar ég útskrifaðist sem stúdent. Ég fékk Stúdentarósina frá fjölskyldu minni í útskriftargjöf og hef alltaf keppt með hana síðan. Fyrir Ólympíuleikana í fyrra þá fékk ég að gjöf Rúna-hálsmennið frá Álrún með tákninu fyrir styrk,“ segir Ásdís sem var þá búin að vera næsta inn í úrslit á tveimur stórmótum í röð. „Ég var búin að enda í þrettánda sæti á bæði HM og EM og ef ég hefði lent í þrettánda sæti á Ólympíuleikunum hefði það örugglega verið einhverskonar heimsmet. Ég ætlaði ekki að láta það gerast og þurfti því á öllum þeim styrk að halda sem ég gat fengið. Ég gekk með þetta hálsmenn í mánuð fyrir leikana,“ segir Ásdís. „Þú getur verið í líkamlega fullkomnu formi en það er rosalega auðvelt að láta hausinn skemma fyrir sér. Einbeitingin síðustu dagana fer í það að reyna að koma hausnum á réttan stað,“ segir Ásdís. „Ég er búin að breytast alveg gífurlega mikið frá því á fyrsta stórmótinu 2006. Á þeim tíma er ég búin að læra rosalega mikið inn á sjálfan mig, sportið og allt saman sem fylgir því að keppa á svona mótum. Þetta er búið að gefa manni alveg hrikalega mikið og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ segir Ásdís klár í slaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira