Dýrt að gera ekki neitt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun