Enn einn í varðhald vegna grófra árása Stígur Helgason skrifar 2. ágúst 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri var manninum haldið. Ekki er ljóst hvort pyntingarnar áttu sér stað inni í húsinu eða áður en farið var með hann þangað. Mynd/sigurjón Enn einn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars einu sem teygði sig til Stokkseyrar þar sem fórnarlambinu var haldið föngnu um lengri tíma. Sá nýjasti sem situr í varðhaldi var handtekinn fyrir tveimur vikum og hefur setið inni síðan. Hann er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur áður komist í kast við lögin. Sex aðrir hafa sætt varðhaldi vegna málanna undanfarnar vikur. Fyrst voru tveir úrskurðaðir í varðhald 10. júlí, annars vegar 21 árs margdæmdur ofbeldismaður og hins vegar 37 ára íbúi á Stokkseyri sem hýsti fórnarlamb einnar árásarinnar um skeið. Þeir eru báðir enn í haldi. Að kvöldi 11. júlí voru svo tveir menn stöðvaðir í bíl við Laugarvatn, handteknir og úrskurðaðir í varðhald daginn eftir. Þeir eru 21 og 22 ára og eru báðir með dóma á bakinu. Sá eldri hefur síðan verið látinn laus.Stefán Logi SívarssonÁ þeim tíma stóð yfir víðtæk leit að meintum höfuðpaur að minnsta kosti tveggja árásanna, Stefáni Loga Sívarssyni. Sérsveit lögreglunnar fann hann í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi föstudagsins 12. júlí. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og sætir því enn. Sama dag var annar maður úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en honum var sleppt úr haldi örfáum dögum síðar. Fram hefur komið að hópurinn sé grunaður um fimm árásir, þótt mennirnir tengist hver mismörgum málum. Sú sem barst til Stokkseyrar er langgrófust, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árásarmennirnir eru meðal annars taldir hafa reynt að sauma sjálfir saman stóra skurði á fórnarlambinu, ungum manni, eftir að hafa sprautað það með deyfilyfjum. Þá mun eldfimum vökva hafa verið skvett á manninn og eldur borinn að.Jón H.B. SnorrasonJón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina enn í gangi og að henni miði ágætlega en verst fregna að öðru leyti. „Það er eðlilega ekki hægt að fara ofan í saumana á máli sem er til rannsóknar og menn sæta gæsluvarðhaldi út af,“ segir hann. Jón útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins. Stokkseyrarmálið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Enn einn maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars einu sem teygði sig til Stokkseyrar þar sem fórnarlambinu var haldið föngnu um lengri tíma. Sá nýjasti sem situr í varðhaldi var handtekinn fyrir tveimur vikum og hefur setið inni síðan. Hann er 22 ára Hafnfirðingur sem hefur áður komist í kast við lögin. Sex aðrir hafa sætt varðhaldi vegna málanna undanfarnar vikur. Fyrst voru tveir úrskurðaðir í varðhald 10. júlí, annars vegar 21 árs margdæmdur ofbeldismaður og hins vegar 37 ára íbúi á Stokkseyri sem hýsti fórnarlamb einnar árásarinnar um skeið. Þeir eru báðir enn í haldi. Að kvöldi 11. júlí voru svo tveir menn stöðvaðir í bíl við Laugarvatn, handteknir og úrskurðaðir í varðhald daginn eftir. Þeir eru 21 og 22 ára og eru báðir með dóma á bakinu. Sá eldri hefur síðan verið látinn laus.Stefán Logi SívarssonÁ þeim tíma stóð yfir víðtæk leit að meintum höfuðpaur að minnsta kosti tveggja árásanna, Stefáni Loga Sívarssyni. Sérsveit lögreglunnar fann hann í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi föstudagsins 12. júlí. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir og sætir því enn. Sama dag var annar maður úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en honum var sleppt úr haldi örfáum dögum síðar. Fram hefur komið að hópurinn sé grunaður um fimm árásir, þótt mennirnir tengist hver mismörgum málum. Sú sem barst til Stokkseyrar er langgrófust, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Árásarmennirnir eru meðal annars taldir hafa reynt að sauma sjálfir saman stóra skurði á fórnarlambinu, ungum manni, eftir að hafa sprautað það með deyfilyfjum. Þá mun eldfimum vökva hafa verið skvett á manninn og eldur borinn að.Jón H.B. SnorrasonJón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina enn í gangi og að henni miði ágætlega en verst fregna að öðru leyti. „Það er eðlilega ekki hægt að fara ofan í saumana á máli sem er til rannsóknar og menn sæta gæsluvarðhaldi út af,“ segir hann. Jón útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira