"Átti ekki marga vini á tímabili" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2013 07:30 Arna Stefanía setur stefnuna á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Mynd/Stefán „Fyrri dagurinn var ótrúlegur. Ég trúði þessu ekki sjálf,“ segir sjöþrautarkempan Arna Stefanía Guðmundsdóttir. ÍR-ingurinn fór á kostum á EM 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu í síðustu viku. Arna bætti árangur sinn í þremur greinum af fjórum fyrri daginn og setti aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að seinni dagurinn hafi ekki verið jafngóður var niðurstaðan frábær. Sjötta sæti af 17 keppendum þar sem ellefu bættu árangur sinn. Bæting Örnu, sem átti 14. besta árangur keppenda fyrir mótið, var hins vegar áberandi mikil eða 193 stig. Hún á nú fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi með 5.383 stig. „Ég klúðraði þraut á HM 17 ára og yngri sumarið 2011 með lélegu langstökki. Það var gott að komast í gegnum þraut á svona stóru móti og hífa sig upp um nokkuð mörg sæti,“ segir Arna ánægð. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölþrautarfólki. Um mánaðarmótin var Arna í eldlínunni með landsliðinu í Evrópubikarnum í Portúgal. Aftur gerði langstökkið henni skráveifu en þar náði hún engu gildu stökki. „Maður getur gert slæm mistök í fyrstu grein eða þeirri síðustu. Þá er þrautin í rauninni ónýt. Ef þú færð núll stig í einni grein eru ekki miklar líkur á persónulegri bætingu,“ segir Arna. Hún segir andlega þáttinn skipta miklu máli. Fólk var búið að afskrifa migArna Stefanía bætti sinn besta árangur í 100 metra grindahlaupi á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna segir það notalega tilfinningu að vera komin á beinu brautina. Árið 2012 hafi reynst henni erfitt andlega sem líkamlega. „Það var gott að koma tilbaka því fólk var kannski hætt að hafa trú á mér í fyrra. Ég viðurkenni að árið 2012 var mjög erfitt en ég var alltaf ákveðin að halda áfram og vissi að ég ætti þetta inni,“ segir frjálsíþróttakappinn. Hún bætir því við að margir hafi afskrifað sig þrátt fyrir ungan aldur. „Á tímabili átti ég ekki marga vini en þegar vel gengur eru allir vinir manns. Sumt fólk hefur hins vegar alltaf stutt mig og þau vita hver þau eru,“ segir Arna. Hún kann þjálfara sínum Þráni Hafsteinssyni bestu þakkir auk annarra þjálfara hjá Reykjavíkurfélaginu. „Þráinn hefur aldrei misst trúna á mér frekar en aðrir innan ÍR,“ segir Arna sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðspurð segist Arna geta bætt sig í öllum greinunum sjö. Langtímamarkmiðið er skýrt. „Ég sé núna að það er ekkert rugl í mér að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég veit að ég á mikið inni. Ef þetta heldur svona áfram væri það gaman.“ 5.950 stig dugðu til þess að komast á leikana í London 2012. Vildi keppa í öllum greinumArna Stefanía var nálægt sínum besta árangri í spjótkasti á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna byrjaði að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR átta ára gömul. Fjölhæfni hennar og keppnisskap kom snemma í ljós. „Mér fannst mér svo gaman að keppa að ég keppti alltaf í öllum greinum,“ segir Arna um ástæðu þess að sjöþrautin varð fyrir valinu. Hún segir þjálfara hennar alltaf hafa hvatt hana til að viðhalda fjölhæfninni og æfa sem flestar greinar frjálsra íþrótta. „Svo fór ég til Þráins í lok árs 2010 og þá má segja að þrautarundirbúningurinn hafi hafist. Ég tel mig nógu fjölhæfa og á góða möguleika í þessu. Svo er þetta bara svo gaman.“ Arna, sem verður átján ára í september, verður við keppni á Meistaramóti Íslands norðan heiða um helgina. Hún reiknar þó aðallega með því að einbeita sér að boðhlaupum með stöllum sínum úr ÍR. Hún kann vel að meta félagsskapinn í Breiðholtinu og ekki síður hjá hennar helstu keppinautum í sjöþrautinni. „Við Sveinbjörg (Zophaníasdóttir úr FH) og María Rún (Gunnlaugsdóttir úr Ármanni) erum frábærar vinkonur og ég er heppin að eiga þær að. Ég veit að þær styðja mig og ég geri það á móti. Auðvitað erum við að keppa en mér gleðst gangi þeim vel þótt mér gangi illa á sama tíma,“ segir Arna sem lítur á þær stöllur sem frábærar fyrirmyndir líkt og Íslandsmethafann Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013) Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Leik lokið: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
„Fyrri dagurinn var ótrúlegur. Ég trúði þessu ekki sjálf,“ segir sjöþrautarkempan Arna Stefanía Guðmundsdóttir. ÍR-ingurinn fór á kostum á EM 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu í síðustu viku. Arna bætti árangur sinn í þremur greinum af fjórum fyrri daginn og setti aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að seinni dagurinn hafi ekki verið jafngóður var niðurstaðan frábær. Sjötta sæti af 17 keppendum þar sem ellefu bættu árangur sinn. Bæting Örnu, sem átti 14. besta árangur keppenda fyrir mótið, var hins vegar áberandi mikil eða 193 stig. Hún á nú fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi með 5.383 stig. „Ég klúðraði þraut á HM 17 ára og yngri sumarið 2011 með lélegu langstökki. Það var gott að komast í gegnum þraut á svona stóru móti og hífa sig upp um nokkuð mörg sæti,“ segir Arna ánægð. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölþrautarfólki. Um mánaðarmótin var Arna í eldlínunni með landsliðinu í Evrópubikarnum í Portúgal. Aftur gerði langstökkið henni skráveifu en þar náði hún engu gildu stökki. „Maður getur gert slæm mistök í fyrstu grein eða þeirri síðustu. Þá er þrautin í rauninni ónýt. Ef þú færð núll stig í einni grein eru ekki miklar líkur á persónulegri bætingu,“ segir Arna. Hún segir andlega þáttinn skipta miklu máli. Fólk var búið að afskrifa migArna Stefanía bætti sinn besta árangur í 100 metra grindahlaupi á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna segir það notalega tilfinningu að vera komin á beinu brautina. Árið 2012 hafi reynst henni erfitt andlega sem líkamlega. „Það var gott að koma tilbaka því fólk var kannski hætt að hafa trú á mér í fyrra. Ég viðurkenni að árið 2012 var mjög erfitt en ég var alltaf ákveðin að halda áfram og vissi að ég ætti þetta inni,“ segir frjálsíþróttakappinn. Hún bætir því við að margir hafi afskrifað sig þrátt fyrir ungan aldur. „Á tímabili átti ég ekki marga vini en þegar vel gengur eru allir vinir manns. Sumt fólk hefur hins vegar alltaf stutt mig og þau vita hver þau eru,“ segir Arna. Hún kann þjálfara sínum Þráni Hafsteinssyni bestu þakkir auk annarra þjálfara hjá Reykjavíkurfélaginu. „Þráinn hefur aldrei misst trúna á mér frekar en aðrir innan ÍR,“ segir Arna sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðspurð segist Arna geta bætt sig í öllum greinunum sjö. Langtímamarkmiðið er skýrt. „Ég sé núna að það er ekkert rugl í mér að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég veit að ég á mikið inni. Ef þetta heldur svona áfram væri það gaman.“ 5.950 stig dugðu til þess að komast á leikana í London 2012. Vildi keppa í öllum greinumArna Stefanía var nálægt sínum besta árangri í spjótkasti á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna byrjaði að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR átta ára gömul. Fjölhæfni hennar og keppnisskap kom snemma í ljós. „Mér fannst mér svo gaman að keppa að ég keppti alltaf í öllum greinum,“ segir Arna um ástæðu þess að sjöþrautin varð fyrir valinu. Hún segir þjálfara hennar alltaf hafa hvatt hana til að viðhalda fjölhæfninni og æfa sem flestar greinar frjálsra íþrótta. „Svo fór ég til Þráins í lok árs 2010 og þá má segja að þrautarundirbúningurinn hafi hafist. Ég tel mig nógu fjölhæfa og á góða möguleika í þessu. Svo er þetta bara svo gaman.“ Arna, sem verður átján ára í september, verður við keppni á Meistaramóti Íslands norðan heiða um helgina. Hún reiknar þó aðallega með því að einbeita sér að boðhlaupum með stöllum sínum úr ÍR. Hún kann vel að meta félagsskapinn í Breiðholtinu og ekki síður hjá hennar helstu keppinautum í sjöþrautinni. „Við Sveinbjörg (Zophaníasdóttir úr FH) og María Rún (Gunnlaugsdóttir úr Ármanni) erum frábærar vinkonur og ég er heppin að eiga þær að. Ég veit að þær styðja mig og ég geri það á móti. Auðvitað erum við að keppa en mér gleðst gangi þeim vel þótt mér gangi illa á sama tíma,“ segir Arna sem lítur á þær stöllur sem frábærar fyrirmyndir líkt og Íslandsmethafann Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Leik lokið: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira