"Átti ekki marga vini á tímabili" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2013 07:30 Arna Stefanía setur stefnuna á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Mynd/Stefán „Fyrri dagurinn var ótrúlegur. Ég trúði þessu ekki sjálf,“ segir sjöþrautarkempan Arna Stefanía Guðmundsdóttir. ÍR-ingurinn fór á kostum á EM 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu í síðustu viku. Arna bætti árangur sinn í þremur greinum af fjórum fyrri daginn og setti aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að seinni dagurinn hafi ekki verið jafngóður var niðurstaðan frábær. Sjötta sæti af 17 keppendum þar sem ellefu bættu árangur sinn. Bæting Örnu, sem átti 14. besta árangur keppenda fyrir mótið, var hins vegar áberandi mikil eða 193 stig. Hún á nú fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi með 5.383 stig. „Ég klúðraði þraut á HM 17 ára og yngri sumarið 2011 með lélegu langstökki. Það var gott að komast í gegnum þraut á svona stóru móti og hífa sig upp um nokkuð mörg sæti,“ segir Arna ánægð. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölþrautarfólki. Um mánaðarmótin var Arna í eldlínunni með landsliðinu í Evrópubikarnum í Portúgal. Aftur gerði langstökkið henni skráveifu en þar náði hún engu gildu stökki. „Maður getur gert slæm mistök í fyrstu grein eða þeirri síðustu. Þá er þrautin í rauninni ónýt. Ef þú færð núll stig í einni grein eru ekki miklar líkur á persónulegri bætingu,“ segir Arna. Hún segir andlega þáttinn skipta miklu máli. Fólk var búið að afskrifa migArna Stefanía bætti sinn besta árangur í 100 metra grindahlaupi á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna segir það notalega tilfinningu að vera komin á beinu brautina. Árið 2012 hafi reynst henni erfitt andlega sem líkamlega. „Það var gott að koma tilbaka því fólk var kannski hætt að hafa trú á mér í fyrra. Ég viðurkenni að árið 2012 var mjög erfitt en ég var alltaf ákveðin að halda áfram og vissi að ég ætti þetta inni,“ segir frjálsíþróttakappinn. Hún bætir því við að margir hafi afskrifað sig þrátt fyrir ungan aldur. „Á tímabili átti ég ekki marga vini en þegar vel gengur eru allir vinir manns. Sumt fólk hefur hins vegar alltaf stutt mig og þau vita hver þau eru,“ segir Arna. Hún kann þjálfara sínum Þráni Hafsteinssyni bestu þakkir auk annarra þjálfara hjá Reykjavíkurfélaginu. „Þráinn hefur aldrei misst trúna á mér frekar en aðrir innan ÍR,“ segir Arna sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðspurð segist Arna geta bætt sig í öllum greinunum sjö. Langtímamarkmiðið er skýrt. „Ég sé núna að það er ekkert rugl í mér að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég veit að ég á mikið inni. Ef þetta heldur svona áfram væri það gaman.“ 5.950 stig dugðu til þess að komast á leikana í London 2012. Vildi keppa í öllum greinumArna Stefanía var nálægt sínum besta árangri í spjótkasti á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna byrjaði að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR átta ára gömul. Fjölhæfni hennar og keppnisskap kom snemma í ljós. „Mér fannst mér svo gaman að keppa að ég keppti alltaf í öllum greinum,“ segir Arna um ástæðu þess að sjöþrautin varð fyrir valinu. Hún segir þjálfara hennar alltaf hafa hvatt hana til að viðhalda fjölhæfninni og æfa sem flestar greinar frjálsra íþrótta. „Svo fór ég til Þráins í lok árs 2010 og þá má segja að þrautarundirbúningurinn hafi hafist. Ég tel mig nógu fjölhæfa og á góða möguleika í þessu. Svo er þetta bara svo gaman.“ Arna, sem verður átján ára í september, verður við keppni á Meistaramóti Íslands norðan heiða um helgina. Hún reiknar þó aðallega með því að einbeita sér að boðhlaupum með stöllum sínum úr ÍR. Hún kann vel að meta félagsskapinn í Breiðholtinu og ekki síður hjá hennar helstu keppinautum í sjöþrautinni. „Við Sveinbjörg (Zophaníasdóttir úr FH) og María Rún (Gunnlaugsdóttir úr Ármanni) erum frábærar vinkonur og ég er heppin að eiga þær að. Ég veit að þær styðja mig og ég geri það á móti. Auðvitað erum við að keppa en mér gleðst gangi þeim vel þótt mér gangi illa á sama tíma,“ segir Arna sem lítur á þær stöllur sem frábærar fyrirmyndir líkt og Íslandsmethafann Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013) Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
„Fyrri dagurinn var ótrúlegur. Ég trúði þessu ekki sjálf,“ segir sjöþrautarkempan Arna Stefanía Guðmundsdóttir. ÍR-ingurinn fór á kostum á EM 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu í síðustu viku. Arna bætti árangur sinn í þremur greinum af fjórum fyrri daginn og setti aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi. Þrátt fyrir að seinni dagurinn hafi ekki verið jafngóður var niðurstaðan frábær. Sjötta sæti af 17 keppendum þar sem ellefu bættu árangur sinn. Bæting Örnu, sem átti 14. besta árangur keppenda fyrir mótið, var hins vegar áberandi mikil eða 193 stig. Hún á nú fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi með 5.383 stig. „Ég klúðraði þraut á HM 17 ára og yngri sumarið 2011 með lélegu langstökki. Það var gott að komast í gegnum þraut á svona stóru móti og hífa sig upp um nokkuð mörg sæti,“ segir Arna ánægð. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölþrautarfólki. Um mánaðarmótin var Arna í eldlínunni með landsliðinu í Evrópubikarnum í Portúgal. Aftur gerði langstökkið henni skráveifu en þar náði hún engu gildu stökki. „Maður getur gert slæm mistök í fyrstu grein eða þeirri síðustu. Þá er þrautin í rauninni ónýt. Ef þú færð núll stig í einni grein eru ekki miklar líkur á persónulegri bætingu,“ segir Arna. Hún segir andlega þáttinn skipta miklu máli. Fólk var búið að afskrifa migArna Stefanía bætti sinn besta árangur í 100 metra grindahlaupi á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna segir það notalega tilfinningu að vera komin á beinu brautina. Árið 2012 hafi reynst henni erfitt andlega sem líkamlega. „Það var gott að koma tilbaka því fólk var kannski hætt að hafa trú á mér í fyrra. Ég viðurkenni að árið 2012 var mjög erfitt en ég var alltaf ákveðin að halda áfram og vissi að ég ætti þetta inni,“ segir frjálsíþróttakappinn. Hún bætir því við að margir hafi afskrifað sig þrátt fyrir ungan aldur. „Á tímabili átti ég ekki marga vini en þegar vel gengur eru allir vinir manns. Sumt fólk hefur hins vegar alltaf stutt mig og þau vita hver þau eru,“ segir Arna. Hún kann þjálfara sínum Þráni Hafsteinssyni bestu þakkir auk annarra þjálfara hjá Reykjavíkurfélaginu. „Þráinn hefur aldrei misst trúna á mér frekar en aðrir innan ÍR,“ segir Arna sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðspurð segist Arna geta bætt sig í öllum greinunum sjö. Langtímamarkmiðið er skýrt. „Ég sé núna að það er ekkert rugl í mér að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Ég veit að ég á mikið inni. Ef þetta heldur svona áfram væri það gaman.“ 5.950 stig dugðu til þess að komast á leikana í London 2012. Vildi keppa í öllum greinumArna Stefanía var nálægt sínum besta árangri í spjótkasti á Ítalíu.Fréttablaðið/StefánArna byrjaði að æfa frjálsar íþróttir hjá ÍR átta ára gömul. Fjölhæfni hennar og keppnisskap kom snemma í ljós. „Mér fannst mér svo gaman að keppa að ég keppti alltaf í öllum greinum,“ segir Arna um ástæðu þess að sjöþrautin varð fyrir valinu. Hún segir þjálfara hennar alltaf hafa hvatt hana til að viðhalda fjölhæfninni og æfa sem flestar greinar frjálsra íþrótta. „Svo fór ég til Þráins í lok árs 2010 og þá má segja að þrautarundirbúningurinn hafi hafist. Ég tel mig nógu fjölhæfa og á góða möguleika í þessu. Svo er þetta bara svo gaman.“ Arna, sem verður átján ára í september, verður við keppni á Meistaramóti Íslands norðan heiða um helgina. Hún reiknar þó aðallega með því að einbeita sér að boðhlaupum með stöllum sínum úr ÍR. Hún kann vel að meta félagsskapinn í Breiðholtinu og ekki síður hjá hennar helstu keppinautum í sjöþrautinni. „Við Sveinbjörg (Zophaníasdóttir úr FH) og María Rún (Gunnlaugsdóttir úr Ármanni) erum frábærar vinkonur og ég er heppin að eiga þær að. Ég veit að þær styðja mig og ég geri það á móti. Auðvitað erum við að keppa en mér gleðst gangi þeim vel þótt mér gangi illa á sama tíma,“ segir Arna sem lítur á þær stöllur sem frábærar fyrirmyndir líkt og Íslandsmethafann Helgu Margréti Þorsteinsdóttur.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira