Barnafatamerkið Ígló eykur áherslu á erlenda markaði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. júlí 2013 07:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló og Indí og Helga Ólafsdóttir aðalhönnuður merkisins sækja á erlenda markaði. Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira