Sannleikurinn fer fljótt út um þúfur í skáldskap Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. júlí 2013 11:00 Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur og eina plötu og situr nú við að skrifa aðra skáldsögu sína. Fréttablaðið/Arnþór Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“ Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loftinu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eftir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn – skáldsaga í hæfilegri lengd eftir Sverri Norland. "Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sannleikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er meiningin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bókina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fyndið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergsbækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi metsölubókanna. Með þessu móti er mjög líklegt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistarinnar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáldsögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira