Hversu óforskammað? Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun