Kjör lífeyrisþega leiðrétt strax Eygló Harðardóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar