Útlendingamál og rangfærslur Pawels Halla Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun