Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin Jón Steinsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun