Verkaskipti Hannes Pétursson skrifar 13. júní 2013 06:00 Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar