
Fríverslun en áfram tvítollun
Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu.
Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni.
Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%.
Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins.
Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur.
SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili.
Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram.
Skoðun

Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra?
Snorri Másson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands
Áróra Rós Ingadóttir skrifar

Á krossgötum í Úkraínu
Gunnar Pálsson skrifar

Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera
Matthildur Björnsdóttir skrifar

St. Tómas Aquinas
Árni Jensson skrifar

Skólinn okkar, FSH
Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Föður- og mæðralaus börn
Lúðvík Júlíusson skrifar

Minni kvaðir - meira frelsi?
Eva Magnúsdóttir skrifar

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar

Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast
Alma D. Möller skrifar

Plastflóðið
Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar

Baráttan á norðurslóðum
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum
Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar