Ríkari en Norðmenn? Jón Steinsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun