Fótbolti

Hetjurnar gefa treyjur sínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, með treyjuna sem hann gefur til styrktar Sumarbúðum Reykjadals.
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, með treyjuna sem hann gefur til styrktar Sumarbúðum Reykjadals. Mynd/Instagram

Yfir fimmtíu af fremstu knattspyrnukonum og -körlum Íslands hafa áritað og gefið treyju sína til styrktar Sumarbúðum í Reykjadal. Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson stendur fyrir verkefninu en sumarbúðirnar fagna 50 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Með því að hringja í síma 901-7171 renna 2.000 krónur óskiptar til sumarbúðanna. Um leið fara hringjendur í pott þar sem 50 heppnir vinna áritaðar treyjur knattspyrnustjarna Íslands.

Dregið verður þann 11. júní. Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem gefið hafa treyjur sínar til styrktar verkefninu.

ENGLAND

Tottenham: Gylfi Þór Sigurðsson. Cardiff: Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson. Wolves: Eggert Gunnþór Jónsson. Rotherham: Kári Árnason. Liverpool: Katrín Ómarsdóttir. Chelsea: Edda Garðarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir.

ÞÝSKALAND

Bochum: Hólmar Örn Eyjólfsson.

ÍTALÍA

Pescara: Birkir Bjarnason. Verona: Emil Hallfreðsson.

NOREGUR

Brann: Birkir Már Sævarsson. Lilleström: Pálmi Rafn Pálmason. Viking: Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson. Hönefoss: Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Sandnes Ulf: Steinþór Freyr Þorsteinsson. Sarpsborg: Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Haraldur Björnsson. Start: Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Kristjánsson. Ull/Kisa: Stefán Logi Magnússon. Avaldsnes: Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Mist Edvardsdóttir. Kolbotn: Fanndís Friðriksdóttir. Arna-Björnar: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vålerenga: Sandra Sif Magnúsdóttir.

SVÍÞJÓÐ

AIK: Helgi Valur Daníelsson. Norrköping: Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Halmstad: Kristinn Steindórsson, Guðjón Baldvinsson. Elfsborg: Skúli Jón Friðgeirsson. Mjälby: Hannes Þ. Sigurðsson. Sundsvall: Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson. Umeå: Katrín Jónsdóttir. Kristianstad: Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Sif Atladóttir. Malmö: Þóra B. Helgadóttir, Sara B. Gunnarsdóttir. Piteå: Hallbera Guðný Gísladóttir.

DANMÖRK

FC Köbenhavn: Rúrik Gíslason. SönderjyskE: Hallgrímur Jónasson. Randers: Theódór Elmar Bjarnason. Esbjerg: Arnór Smárason. Silkeborg: Bjarni Þór Viðarsson. Vejle-Kolding: Davíð Þór Viðarsson.

BELGÍA

Cercle Brugge: Arnar Þór Viðarsson. Zulte-Waregem: Ólafur Ingi Skúlason. Club Brugge: Eiður Smári Guðjohnsen. OH Leuven: Stefán Gíslason.

TYRKLAND

Kayserispor: Grétar Rafn Steinsson.

HOLLAND

Ajax: Kolbeinn Sigþórsson. AZ Alkmaar: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Jóhannsson. NEC Nijmegen: Guðlaugur Victor Pálsson. Heerenveen: Alfreð Finnbogason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×