Handbolti Fram getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í fyrsta skipti í sjö ár þegar liðið sækir Hauka heim í Hafnarfjörð. Þeir bláklæddu leiða 2-0 í einvíginu eftir tvíframlengdan leik í Safamýrinni á miðvikudag.
Um sögulega stund yrði að ræða fyrir Framara sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar að lokinni úrslitakeppni. Safamýrarpiltar hafa aðeins unnið titilinn að lokinni hefðbundinni deildakeppni.
Leikurinn í Hafnarfirði hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

