Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“ Kosningar 2013 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“
Kosningar 2013 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira