Kýs í fyrsta sinn í dag 27. apríl 2013 18:30 Hverjir eiga að ráða? Alma Ágústsdóttir veltir fyrir sér hverjir eigi erindi á þing. Mynd/Daníel „Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira