Efnahagslegar þjóðsögur Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.Þjóðsagan um skuldir heimilanna Sé einungis litið til skulda heimilanna nam lækkunin 24% af landsframleiðslu á kjörtímabilinu. Það er meira en 300 milljarða króna lækkun á skuldum heimilanna, einkum vegna aðgerða stjórnvalda, dóma Hæstaréttar og getu heimilanna til að greiða niður skuldir. Þótt einstakir hópar skuldara séu vissulega enn í vandræðum er mikilvægt að hafa í huga að skuldir heimilanna eru nú svipaðar og þær voru 2006. Þjóðsagan um skattana Ríkisstjórnin hefur setið undir ámæli fyrir skattabreytingar. Skattar hins opinbera eru hinsvegar nú um 36% af landsframleiðslu en voru yfir 40% árið 2007. Skattar eru lægstir á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og Ísland er í 16. sæti þegar kemur að skattbyrði 30 Evrópuþjóða. Önnur gagnrýni lýtur að því að jaðaráhrif tekjuskattskerfisins hafi aukist við innleiðingu á þrepaskiptu skattkerfi. Haldið er fram að fólk með meðaltekjur greiði hátekjuskatt. Í fyrsta skattþrepi eru tekjur að 242.000 kr. á mánuði, í öðru þrepinu frá 242.000 kr. til 740.000 kr en í efsta þrepi eru tekjur yfir 740.000 kr. En einungis 7% framteljanda eru í efsta þrepinu sem kemur á óvart miðað við umræðuna. Í milliþrepi eru 87% launþega og hefur efsta þrepið því ekki íþyngt Íslendingum. Önnur skattabreyting sem hefur verið gagnrýnd er hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þar gleymist sú staðreynd að innleitt var frítekjumark. Við það fækkaði greiðendum skattsins um 78%. Nú greiða 39 þúsund manns fjármagnstekjuskatt í stað 183 þúsund árið 2010.Þjóðsagan um verðbólguna Þá er skattabreytingum ríkisstjórnarinnar oft kennt um verðbólguna og hækkun á verðtryggðum skuldum. Staðreyndin er hins vegar sú að vísitala neysluverðs hefur hækkað um rúm 20% á kjörtímabilinu. Hinsvegar hafa þær skattahækkanir, sem hafa bein áhrif á vísitöluna, einungis hækkað vísitöluna um tvö prósentustig. Á sama tíma hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur varið um 100 milljörðum króna í vaxtabætur og barnabætur sem er meira en nokkur ríkisstjórn hefur gert. Hagvöxtur hefur verið hærri á Íslandi en meðaltal OECD-ríkjanna tvö ár í röð. Kaupmáttur hefur aukist undanfarin tvö ár, atvinnuleysi minnkað um helming frá hruni, verðbólgan lækkað úr 18% í 4%, öll matsfyrirtækin hafa nú sett ríkissjóð í fjárfestingarflokk, skuldir ríkisins fara lækkandi og ríkissjóðshallinn farið úr 216 milljörðum í 4 milljarða kr. Þjóðin hefur fært fórnir eftir hrun og margt er enn ógert í efnahagsmálum. Auka þarf framleiðni og fjárfestingu í anda McKinsey skýrslunnar, leysa þarf almenning úr klóm íslensku krónunnar og þar með rjúfa vítahring gengisfellinga, verðbólgu og verðtryggingar. Afnema þarf fjármagnshöftin og koma eignarhaldi á bönkunum í lag og afnema tolla og vörugjöld svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er greinilegt að landið er að rísa og staðfesta erlendar fagstofnanir það. Kosningarnar snúast ekki einungis um loforð heldur einnig um árangur. Tölurnar tala sínu máli.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun