Hve lengi er hægt að bíða og vona? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið!
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun