Ráðstafa milljörðum úr ráðherrastólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 26. apríl 2013 07:00 Ráðherrar eru gjarnir á að semja um útgjöld fyrir ríkissjóð síðustu vikur fyrir kosningar, þegar þeir eru lausir undan fjárveitingarvaldi Alþingis. Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra. Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra.
Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira