Hún sem trúir á landið Örn Bárður Jónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar!
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun