Kjósum stöðugleika, ábyrgð og jöfnuð Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S.
Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun