Hvar ert þú, mín þjóð? Ellert B. Schram skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar