Hvar ert þú, mín þjóð? Ellert B. Schram skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði?
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar