Kosningafundur eins og jarðarför 14. apríl 2013 16:00 Arnar Gauti segir að það skipti miklu máli hvernig klæðaburður frambjóðendanna er í sjónvarpssal. Frambjóðendur til alþingiskosninga eru að selja ímynd sína og þess vegna þarf að vanda vel framsetningu orðs en ekki síður framkomu, látbragð og klæðaburð. Það er staðreynd að litaval og klæðnaður getur skipt miklu máli þegar fólk kemur fram í sjónvarpi. Arnar Gauti Sverrisson, tískuráðgjafi og stílisti, hefur langa reynslu úr tískuheiminum. Hann var spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóðenda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni. „Það er greinilegt að formenn flokkanna eru að spila þetta mjög öruggt, hvað varðar fatavalið,“ svarar Arnar. „Það er kannski ekkert skrítið þar sem þetta er formlegur þáttur og frambjóðendur greinilega ekki fyrir að taka mikla áhættu. Mér fannst þó einn herramaður áberandi vel til hafður en það var Bjarni Benediktsson. Þótt hann sé í svörtum fötum og hvítri skyrtu með svart bindi, og hinir herramennirnir allir líka dökkklæddir, þá er það oft þannig að það er sniðið á fötunum og fasið sem lætur menn bera fötin vel,“ segir Arnar enn fremur.Dökkir litir „Upp til hópa eru allir formennirnir alltof dökkt klæddir að mínu mati, en sumir eru frjálslegri með fráhneppta skyrtu. Það hefði verið gaman að sjá kvenkyns frambjóðendurna fara í liti í staðinn fyrir svart en með því hefðu þær frekar getað látið ljós sitt skína, þær hefðu alla vega fengið meiri athygli sjónvarpsáhorfenda,“ segir Arnar og bætir við: „Yfir heildina litið er eins og formennirnir séu að fara í jarðarför.“ Arnar segir að stjórnmálamenn ættu að hugsa um þessa hluti og leita sér aðstoðar við fataval. „Þetta er stór hluti af ímyndinni bæði fyrir frambjóðendur og flokka. Þegar fólk er allt í einu komið í sviðsljósið er þetta hluti af því að koma fram. Ekki skiptir máli hvort herrarnir séu með bindi, slaufu eða bindislausir heldur er það persónuleikinn sem ræður.“ Þegar Arnar var spurður hvort bindið ætti að vera í stíl við þann lit sem flokkurinn notar, svarar hann: „Það er nú pínu klént. Menn þurfa að hugsa út í heildarútlitið, hárið, jafnt sem annað.“ Enginn frambjóðandi hefur enn leitað til Arnars með ósk um aðstoð.Máttur litanna Þegar forsetakosningar stóðu yfir í Bandaríkjunum í haust var mikið rætt um klæðaburð og liti frambjóðenda. Tískulöggur sögðu álit sitt í blöðum og á það var bent að ákveðnir litir hefðu sálfræðilegt gildi og áhrif á hugsun manna. Það sé þess vegna engin tilviljun að mörg veitingahús noti liti í umhverfinu og íþróttafélög velta fyrir sér boðskap litanna í kappleikjum. Oft er talað um „græna herbergið“ um íverustað þeirra sem bíða eftir að komast inn í sjónvarpssal. Herbergið nefnist svo vegna þess að græni liturinn hefur róandi áhrif. Blár litur þykir þó vinsæll í ýmiss konar markaðsherferðir þar sem hann táknar völd. Þegar frambjóðendur birtast í ljósbláum skyrtum með ermarnar brettar upp eru þeir að skírskota til hins almenna borgara. Dökkur grár litur er merki um íhaldssemi en ljósari grár litur er tákn um félagsleg tengsl viðkomandi. Rautt er hins vegar litur þess sem vill vera árásargjarn eða reiður. Brúnn litur getur þýtt að viðkomandi sé jarðbundinn. Fjólublár er hins vegar tengdur trúarbrögðum, kóngafólki og lúxus og þykir þess vegna ekki heppilegur.Jarðarför? Frá vinstri: Þórður Björn Sigurðsson frá Dögun, Jón Þór Ólafsson frá Pírötum, Guðmundur Steingrímsson frá Bjartri framtíð, Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Sigurjón Haraldsson frá Hægri grænum, Sigurbjörn Svavarsson frá Flokki heimilanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Framsóknarflokki, Jón Bjarnason frá Regnbogaflokki, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum, Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingu og Örn Bárður Jónsson frá Lýðræðisflokki auk fréttamanna RÚV. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Frambjóðendur til alþingiskosninga eru að selja ímynd sína og þess vegna þarf að vanda vel framsetningu orðs en ekki síður framkomu, látbragð og klæðaburð. Það er staðreynd að litaval og klæðnaður getur skipt miklu máli þegar fólk kemur fram í sjónvarpi. Arnar Gauti Sverrisson, tískuráðgjafi og stílisti, hefur langa reynslu úr tískuheiminum. Hann var spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóðenda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni. „Það er greinilegt að formenn flokkanna eru að spila þetta mjög öruggt, hvað varðar fatavalið,“ svarar Arnar. „Það er kannski ekkert skrítið þar sem þetta er formlegur þáttur og frambjóðendur greinilega ekki fyrir að taka mikla áhættu. Mér fannst þó einn herramaður áberandi vel til hafður en það var Bjarni Benediktsson. Þótt hann sé í svörtum fötum og hvítri skyrtu með svart bindi, og hinir herramennirnir allir líka dökkklæddir, þá er það oft þannig að það er sniðið á fötunum og fasið sem lætur menn bera fötin vel,“ segir Arnar enn fremur.Dökkir litir „Upp til hópa eru allir formennirnir alltof dökkt klæddir að mínu mati, en sumir eru frjálslegri með fráhneppta skyrtu. Það hefði verið gaman að sjá kvenkyns frambjóðendurna fara í liti í staðinn fyrir svart en með því hefðu þær frekar getað látið ljós sitt skína, þær hefðu alla vega fengið meiri athygli sjónvarpsáhorfenda,“ segir Arnar og bætir við: „Yfir heildina litið er eins og formennirnir séu að fara í jarðarför.“ Arnar segir að stjórnmálamenn ættu að hugsa um þessa hluti og leita sér aðstoðar við fataval. „Þetta er stór hluti af ímyndinni bæði fyrir frambjóðendur og flokka. Þegar fólk er allt í einu komið í sviðsljósið er þetta hluti af því að koma fram. Ekki skiptir máli hvort herrarnir séu með bindi, slaufu eða bindislausir heldur er það persónuleikinn sem ræður.“ Þegar Arnar var spurður hvort bindið ætti að vera í stíl við þann lit sem flokkurinn notar, svarar hann: „Það er nú pínu klént. Menn þurfa að hugsa út í heildarútlitið, hárið, jafnt sem annað.“ Enginn frambjóðandi hefur enn leitað til Arnars með ósk um aðstoð.Máttur litanna Þegar forsetakosningar stóðu yfir í Bandaríkjunum í haust var mikið rætt um klæðaburð og liti frambjóðenda. Tískulöggur sögðu álit sitt í blöðum og á það var bent að ákveðnir litir hefðu sálfræðilegt gildi og áhrif á hugsun manna. Það sé þess vegna engin tilviljun að mörg veitingahús noti liti í umhverfinu og íþróttafélög velta fyrir sér boðskap litanna í kappleikjum. Oft er talað um „græna herbergið“ um íverustað þeirra sem bíða eftir að komast inn í sjónvarpssal. Herbergið nefnist svo vegna þess að græni liturinn hefur róandi áhrif. Blár litur þykir þó vinsæll í ýmiss konar markaðsherferðir þar sem hann táknar völd. Þegar frambjóðendur birtast í ljósbláum skyrtum með ermarnar brettar upp eru þeir að skírskota til hins almenna borgara. Dökkur grár litur er merki um íhaldssemi en ljósari grár litur er tákn um félagsleg tengsl viðkomandi. Rautt er hins vegar litur þess sem vill vera árásargjarn eða reiður. Brúnn litur getur þýtt að viðkomandi sé jarðbundinn. Fjólublár er hins vegar tengdur trúarbrögðum, kóngafólki og lúxus og þykir þess vegna ekki heppilegur.Jarðarför? Frá vinstri: Þórður Björn Sigurðsson frá Dögun, Jón Þór Ólafsson frá Pírötum, Guðmundur Steingrímsson frá Bjartri framtíð, Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki, Sigurjón Haraldsson frá Hægri grænum, Sigurbjörn Svavarsson frá Flokki heimilanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson frá Framsóknarflokki, Jón Bjarnason frá Regnbogaflokki, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum, Katrín Júlíusdóttir frá Samfylkingu og Örn Bárður Jónsson frá Lýðræðisflokki auk fréttamanna RÚV.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira