Til varnar svartri vinnu Pawel Bartoszek skrifar 5. apríl 2013 07:00 „Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Öflugt atvinnulíf er forsenda öflugs velferðarkerfis." Hve oft hefur maður ekki heyrt einhvern stjórnmálamanninn fara með þessa norrænu möntru? „Við þurfum fleiri störf ef við viljum gott heilbrigðiskerfi."„Við þurfum að auka útflutningsverðmæti ef við ætlum að reka hér gott menntakerfi." Auðvitað er þetta allt saman satt og rétt. En þessi hugsunarháttur fær fólk til að snúa hlutum á haus. Menn fara beinlínis að halda að helsti tilgangur atvinnulífsins sé að afla ríkissjóði tekna. Það er rugl. Tölum aðeins um atvinnulífið. Atvinnulífið er stórmerkilegt fyrirbæri. Einhver á bilaðan bíl. Einhver annar kann að gera við bíl. Sá er svangur og langar í pitsu. Pitsugerðarmanninn langar í nýtt parket. Konan sem kann að leggja parket vill læra spænsku á kvöldin. Maðurinn sem kennir henni spænsku var að eignast barn og þarf notaðan barnavagn. Gott atvinnulíf kann að leysa úr öllum þessum flækjum. Það er sama hvort menn krukka í Excel-skjölum eða safna dósum niðri í bæ um helgar, einhver vinna er samfélaginu oftast gagnlegri en engin vinna. Og vel á minnst: Það er samfélaginu mun gagnlegra að menn vinni svart frekar en að þeir vinni ekkert. Þó það sé ekki sérstaklega vinsælt að segja það.Að skila sínu Hugsum okkur mann sem er nýkominn úr meðferð eftir áralanga eiturlyfjaneyslu. Hann þiggur kannski einhverjar bætur en enginn er sérstaklega spenntur fyrir því að ráða þennan fyrrum dópista í vinnu. Hann fær samt kannski einhver minni verkefni: Gerir við tölvur fyrir fólk, selur eitthvað drasl á Barnalandi, leigir út íbúð sína til túrista meðan hann flytur til mömmu. Allt svart. Kannski vill þessi aðili ekki að þær bætur sem hann er að fá skerðist. Kannski tímir hann ekki að borga skatta. Kannski er vinna hans ekki það mikils virði að hann gæti selt hana ef hann þyrfti að borga skatta. Kannski er hann félagsfælinn og þorir ekki að tala við skattayfirvöld, veit ekki að hann þarf að setja sig á „staðgreiðsluskrá", fá sér „vasknúmer", reikna sér „endurgjald", standa skil á „iðgjöldum" og borga „tryggingargjald". Eða kannski er hann bara latur. Óneitanlega eru flestar ástæðurnar tiltölulega eigingjarnar. Þessi tiltekni fyrrum fíkill er vissulega ekki að skila sínu í ríkiskassann. Jú, jú, ef „allir myndu hugsa svona" þá væri engin Harpa. Ég veit. En hann er að skila einhverju til samfélagsins. Það er einhver sem kaupir gamalt drasl á Barnalandi sem er betur settur. Tölva einhvers er ekki lengur biluð. Einhver tékkneskur puttaferðalangur krassar í sófa og er sáttur.Ólöglegt hitt og þetta Nýlega mátti heyra fréttir af því að það væri fullt af „ólöglegum" gististöðum í Reykjavík. Jú, vefsíður eins og airbnb.com hafa gert mönnum mögulegt að hýsa túrista á sófanum hjá sér. Hugsið ykkur: Án sérstaks leyfis! Án þess að handlaug sé í hverju herbergi! Án þess að rúmin séu nægilega stór. Án þess að menn hafi skilað inn þeim tíu skjölum frá tíu ólíkum aðilum sem þarf til að opna gistiheimili. Hugsa sér. Lög eru samin af fólki. Oft hefur þetta fólk sem semur lögin svokallaða „hagsmunaðila" með í ráðum. Hagsmunaaðilar eiga það til að þvælast fyrir nýjabrumi. Eitt nýtt eyðublað fyrir mann sem hefur rekið hótel í tíu ár er minni þröskuldur en tíu eyðublöð fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu spor í þeim bransa. Ég myndi vilja sjá fólki gert auðveldara að stunda atvinnurekstur á Íslandi. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi á undanförnum fjórum árum séð mörg skref í þá veru en þigg ábendingar þar um. Ég myndi líka vilja að fólk fengi að halda eftir stærri hluta tekna sinna. Ekki endilega með þeim eilítið kuklkenndu rökum að það muni í raun „auka tekjur". Það er ekkert víst. Enda er það heldur ekki aðalmarkmiðið. Gott atvinnulíf er ekki bara uppspretta fjármagns fyrir ríkið. Gott atvinnulíf, atvinnulíf sem gerir við bíla, bakar pitsur og kennir spænsku er markmið í sjálfu sér.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun