Stelpur, nú þurfið þið að hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 07:00 Birna Valgarðsdóttir hefur skorað 4.984 stig í 339 leikjum frá 1992 til 2013 eða 14,7 stig að meðaltali í leik. Fréttablaðið/Daníel Birna Valgarðsdóttir var jafnvel að hugsa um að hvíla lúin bein í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í kvöld og safna kröftum fyrir komandi úrslitakeppni en það breyttist fljótt þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita af því í gær að hana vantaði bara 17 stig til þess að bæta stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna hefur líklega bara einn leik til þess að ná því – hér er aðeins um stig í deildarleikjum að ræða en stig í leikjum í úrslitakeppni eru ekki talin hér með. Birna er orðin 37 ára gömul og var plötuð til að taka eitt ár í viðbót. Það er því allt eins líklegt að hún sé að spila sinn síðasta deildarleik í kvöld. Deildarmeistarar Keflavíkur spila þá lokaleik sinn í deildarkeppninni þegar liðið mætir Fjölni í Toyota-höllinni í Keflavík. Það er þegar ljóst að liðin enda í 1. og 8. sæti og því ekkert undir í leiknum nema kannski það að Birnu takist að slá metið.Búin að missa af síðustu leikjum Birna ætti kannski að vera komin með metið en hún hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Birna lék síðast á móti KR 16. mars og var þá með 26 stig. Síðasta stig hennar í þeim leik var númer 4.984 frá því að hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna með Tindastóli 9. október 1992. „Þetta er rosaleg pressa. Ef ég spila á morgun (í kvöld) þá á ég ekki eftir að gefa boltann," sagði Birna hlæjandi þegar hún var búin að frétta af því hvað væri undir í leik kvöldsins. Birna lék með Keflavík þegar Anna María Sveinsdóttir kom til baka í einn leik 1. mars 2006 til þess að ná þeim fjórum stigum sem hana vantaði upp í 5.000 stigin. „Ég man það. Við vorum þarna allar þvílíkt að láta hana skjóta," rifjar Birna upp og bætir við: „Ég hugsaði bara þá að ég yrði nú löngu hætt áður en ég næði þessu. Ég bjóst ekki við að þrauka svona lengi," sagði Birna sem var þá 1.810 stigum á eftir Önnu Maríu. Nú, tæpum sjö árum síðar, er bilið næstum því brúað. „Nú fer ég bara og segi við stelpurnar í liðinu: Stelpur, nú þurfið þið bara að hjálpa mér, þetta er ekki flókið," sagði Birna og ef einhver hefur unnið sér það inn að fá eitthvað af stoðsendingum í kvöld þá er það hún enda búin að fórna ýmsu fyrir körfuboltann á liðnum árum.Græt þetta ekki núna Birna var eiginlega hætt eftir síðasta tímabil en segir að Sigurður Ingimundarson hafi kjaftað hana til og á endanum var hún bara mætt á æfingu. „Ég græt þetta ekki og ég væri löngu hætt ef að mér þætti þetta ekki svona svakalega gaman. Það er svo erfitt að ákveða að hætta og það er meira en að segja það að ég sé hætt," segir Birna sem hefur bætt deildarmeistara- og bikarmeistaratitlum í safnið í vetur og Keflavíkurliðið er síðan með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Birna segist hafa gaman af að sjá unga leikmenn Keflavíkurliðsins blómstra en margar þeirra voru ekki fæddar þegar Birna spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Birna viðurkennir alveg að hún sé allt annar leikmaður í dag en þegar hún var „aðeins" yngri.Ekki eins frek á boltann núna „Ég er ekki eins frek á boltann og ég var því einu sinni fannst mér ég eiga hann. Nú hugsar maður kannski meira um að þær geti þetta kannski líka þessar elskur sem eru með manni. Ég verð því aðeins að gefa hann á þær," sagði Birna í léttum tón. En verður þetta síðasti deildarleikur hennar í kvöld? „Nei, ég er ekki búin að gefa það út að þetta sé síðasta tímabilið en maður er að undirbúa sig hægt og rólega. Maður er alltaf að fara að hætta en svo er maður alltaf svo góður í skrokknum eftir sumarpásuna að maður er tilbúinn í slaginn aftur. Ef ég næ þessu ekki í kvöld, þá kem ég aftur þó að það væri ekki nema í einn eða tvo leiki," sagði Birna skellihlæjandi að lokum. Birna hefur skoraði stigin sín fyrir fjögur félög: Tindastól (419 stig í 28 leikjum), Breiðablik (169/18), Grindavík (203/15) og Keflavík (3.865/260). Dominos-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir var jafnvel að hugsa um að hvíla lúin bein í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í kvöld og safna kröftum fyrir komandi úrslitakeppni en það breyttist fljótt þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita af því í gær að hana vantaði bara 17 stig til þess að bæta stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna hefur líklega bara einn leik til þess að ná því – hér er aðeins um stig í deildarleikjum að ræða en stig í leikjum í úrslitakeppni eru ekki talin hér með. Birna er orðin 37 ára gömul og var plötuð til að taka eitt ár í viðbót. Það er því allt eins líklegt að hún sé að spila sinn síðasta deildarleik í kvöld. Deildarmeistarar Keflavíkur spila þá lokaleik sinn í deildarkeppninni þegar liðið mætir Fjölni í Toyota-höllinni í Keflavík. Það er þegar ljóst að liðin enda í 1. og 8. sæti og því ekkert undir í leiknum nema kannski það að Birnu takist að slá metið.Búin að missa af síðustu leikjum Birna ætti kannski að vera komin með metið en hún hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Birna lék síðast á móti KR 16. mars og var þá með 26 stig. Síðasta stig hennar í þeim leik var númer 4.984 frá því að hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna með Tindastóli 9. október 1992. „Þetta er rosaleg pressa. Ef ég spila á morgun (í kvöld) þá á ég ekki eftir að gefa boltann," sagði Birna hlæjandi þegar hún var búin að frétta af því hvað væri undir í leik kvöldsins. Birna lék með Keflavík þegar Anna María Sveinsdóttir kom til baka í einn leik 1. mars 2006 til þess að ná þeim fjórum stigum sem hana vantaði upp í 5.000 stigin. „Ég man það. Við vorum þarna allar þvílíkt að láta hana skjóta," rifjar Birna upp og bætir við: „Ég hugsaði bara þá að ég yrði nú löngu hætt áður en ég næði þessu. Ég bjóst ekki við að þrauka svona lengi," sagði Birna sem var þá 1.810 stigum á eftir Önnu Maríu. Nú, tæpum sjö árum síðar, er bilið næstum því brúað. „Nú fer ég bara og segi við stelpurnar í liðinu: Stelpur, nú þurfið þið bara að hjálpa mér, þetta er ekki flókið," sagði Birna og ef einhver hefur unnið sér það inn að fá eitthvað af stoðsendingum í kvöld þá er það hún enda búin að fórna ýmsu fyrir körfuboltann á liðnum árum.Græt þetta ekki núna Birna var eiginlega hætt eftir síðasta tímabil en segir að Sigurður Ingimundarson hafi kjaftað hana til og á endanum var hún bara mætt á æfingu. „Ég græt þetta ekki og ég væri löngu hætt ef að mér þætti þetta ekki svona svakalega gaman. Það er svo erfitt að ákveða að hætta og það er meira en að segja það að ég sé hætt," segir Birna sem hefur bætt deildarmeistara- og bikarmeistaratitlum í safnið í vetur og Keflavíkurliðið er síðan með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Birna segist hafa gaman af að sjá unga leikmenn Keflavíkurliðsins blómstra en margar þeirra voru ekki fæddar þegar Birna spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Birna viðurkennir alveg að hún sé allt annar leikmaður í dag en þegar hún var „aðeins" yngri.Ekki eins frek á boltann núna „Ég er ekki eins frek á boltann og ég var því einu sinni fannst mér ég eiga hann. Nú hugsar maður kannski meira um að þær geti þetta kannski líka þessar elskur sem eru með manni. Ég verð því aðeins að gefa hann á þær," sagði Birna í léttum tón. En verður þetta síðasti deildarleikur hennar í kvöld? „Nei, ég er ekki búin að gefa það út að þetta sé síðasta tímabilið en maður er að undirbúa sig hægt og rólega. Maður er alltaf að fara að hætta en svo er maður alltaf svo góður í skrokknum eftir sumarpásuna að maður er tilbúinn í slaginn aftur. Ef ég næ þessu ekki í kvöld, þá kem ég aftur þó að það væri ekki nema í einn eða tvo leiki," sagði Birna skellihlæjandi að lokum. Birna hefur skoraði stigin sín fyrir fjögur félög: Tindastól (419 stig í 28 leikjum), Breiðablik (169/18), Grindavík (203/15) og Keflavík (3.865/260).
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira