„Blekktu samfélagið í heild“ Stígur Helgason skrifar 20. mars 2013 07:00 Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt." Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og fimm öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik framin árið 2007 og 2008. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Ásamt Sigurjóni er ákæran á hendur Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, Ívari Guðjónssyni, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, Steinþóri Gunnarssyni, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, og tveimur starfsmönnum eigin fjárfestinga bankans: Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Ákæran er 31 blaðsíða. Hún var gefin út fyrir helgi og birt sakborningunum í gær. Hún hverfist í raun um þrjú mál: Það fyrsta er kaup deildar eigin viðskipta bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Þau námu tugum milljarða frá því í nóvember 2007 og fram að falli bankans í október 2008. Þar eru Sigurjón, Ívar, Júlíus og Sindri ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með ólögmætum hætti," segir í ákærunni. Annað málið er kennt við félagið Ímon, í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa lánað félaginu rúma fimm milljarða í lok september 2008 til að kaupa bréf í bankanum og Sigurjón, Elín og Steinþór fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, þegar þau hafi í raun ekki verið annað en sýndarviðskipti. Sams konar markaðsmisnotkun felst svo í síðasta málinu, ef marka má ákæruna. Það snýst um 3,8 milljarða kaup félagsins Azalea Resources Ltd., sem er skráð á Bresku-Jómfrúreyjum, á bréfum í bankanum 3. október 2008. Kaupin áttu að vera fjármögnuð með láni frá bankanum. Azalea Resources Ltd. var í eigu finnsks viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, Ari Salmivuori. „Brot ákærðu voru mjög umfangsmikil. Þau voru þaulskipulögð, stóðu um langan tíma og vörðuðu gríðarlega háar fjárhæðir," segir í ákærunni. „Verðmyndum hlutabréfanna var handstýrt af ákærðu Sigurjóni, Ívari, Júlíusi og Sindra og fjárfestar, kröfuhafar, stjórnvöld og samfélagið í heild blekkt."
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira